Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 07:51 Aðeins tókst að bjarga 27 manns. Vísir/EPA Ítölsk yfirvöld segja að skipstjóri og einn áhafnarmeðlimur flóttamannabátsins sem sökk undan ströndum Líbýu á sunnudag hafi verið handteknir. Um 800 manns eru taldir hafa farist í slysinu og aðeins tókst að bjarga 27. Þar á meðal voru mennirnir tveir og greindu flóttamennirnir sem komust lífs af yfirvöldum frá því að mennirnir væru ekki flóttamenn heldur fólkssmyglarar. Þeir voru handteknir seint í gærkvöldi þegar strandgæsluskipið sem bjargaði þeim kom til hafnar á Sikiley. Skipstjórinn er sakaður um fjölda morða af gáleysi, samkvæmt frétt á vef BBC. Lögreglan rannsakar dauða fólksins sem morð. Evrópusambandið tilkynnti um hertar aðgerðir á miðjarðarhafi í gær, gæsla verður stóraukin á svæðinu auk þess sem gerð verður gangskör í því að reyna að handsama þá sem standa að hinum stórtæku fólksflutningum yfir miðjarðarhafið. Upprunalega var talið að um 700 manns hefðu látið lífið, en Carlotta Sami hjá Sameinuðu þjóðunum segir að eftir að rætt hafi verið við eftirlifendur hafi komið í ljós að talan væri hærri. „Það voru um 800 manns um borð, þar á meðal tíu til tólf ára gömul börn.“ Hún sagði að flestir af flóttamönnunum hefðu komið frá Sýrlandi, Erítreu og Sómalíu. Þar að auki sagði hún að hundruð flóttamannanna hafi verið læst neðan þilja í skipinu þegar það sökk.Hér má sjá útskýringu á helstu leiðum flóttafólks frá Afríku.Vísir/GraphicNews Flóttamenn Tengdar fréttir Köstuðu flóttamönnum útbyrðis Fimmtán flóttamenn hafa verið handteknir fyrir að kasta öðrum í Miðjarðarhafið eftir átök. 16. apríl 2015 17:03 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira
Ítölsk yfirvöld segja að skipstjóri og einn áhafnarmeðlimur flóttamannabátsins sem sökk undan ströndum Líbýu á sunnudag hafi verið handteknir. Um 800 manns eru taldir hafa farist í slysinu og aðeins tókst að bjarga 27. Þar á meðal voru mennirnir tveir og greindu flóttamennirnir sem komust lífs af yfirvöldum frá því að mennirnir væru ekki flóttamenn heldur fólkssmyglarar. Þeir voru handteknir seint í gærkvöldi þegar strandgæsluskipið sem bjargaði þeim kom til hafnar á Sikiley. Skipstjórinn er sakaður um fjölda morða af gáleysi, samkvæmt frétt á vef BBC. Lögreglan rannsakar dauða fólksins sem morð. Evrópusambandið tilkynnti um hertar aðgerðir á miðjarðarhafi í gær, gæsla verður stóraukin á svæðinu auk þess sem gerð verður gangskör í því að reyna að handsama þá sem standa að hinum stórtæku fólksflutningum yfir miðjarðarhafið. Upprunalega var talið að um 700 manns hefðu látið lífið, en Carlotta Sami hjá Sameinuðu þjóðunum segir að eftir að rætt hafi verið við eftirlifendur hafi komið í ljós að talan væri hærri. „Það voru um 800 manns um borð, þar á meðal tíu til tólf ára gömul börn.“ Hún sagði að flestir af flóttamönnunum hefðu komið frá Sýrlandi, Erítreu og Sómalíu. Þar að auki sagði hún að hundruð flóttamannanna hafi verið læst neðan þilja í skipinu þegar það sökk.Hér má sjá útskýringu á helstu leiðum flóttafólks frá Afríku.Vísir/GraphicNews
Flóttamenn Tengdar fréttir Köstuðu flóttamönnum útbyrðis Fimmtán flóttamenn hafa verið handteknir fyrir að kasta öðrum í Miðjarðarhafið eftir átök. 16. apríl 2015 17:03 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira
Köstuðu flóttamönnum útbyrðis Fimmtán flóttamenn hafa verið handteknir fyrir að kasta öðrum í Miðjarðarhafið eftir átök. 16. apríl 2015 17:03
Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07
Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57