Verkfall Matvælastofnunar: "Í mínum huga mættu þeir vera í verkfalli til eilífðar“ ingvar haraldsson skrifar 20. apríl 2015 14:45 Daníel Magnússon kúabóndi er ósáttur við Matvælastofnun. Staðan í kjúklingabúum verður slæm í þessari viku fáist ekki leyfi til að slátra. vísir/haraldur/magnús hlynur „Í mínum huga mættu þeir vera í verkfalli til eilífðar,“ segir Daníel Magnússon kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra, um verkfall sem skollið er á hjá meirihluta starfsmanna Matvælastofnunar. „Maður spyr sig hvað reikningarnir verða háir frá Matvælastofnun eða þessum eftirlitsdýralæknum á eftir, okkur finnst nú nóg borgað fyrir,“ segir Daníel. Hann spyr einnig hvort sektargreiðslur muni hækka sem honum þyki bæði of háar og oft ósanngjarnar. Hann segir að réttast væri að bændur myndu sjálfir sjá um slátranir og selja kjöt beint frá býli og losna þá við afskipti Matvælastofnunar. Ekki verður hægt að slátra dýrum á meðan verkfallið stendur þar sem dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátranir. Daníel segir að verkfallið hafi ekki strax áhrif á kúabændur enda sé svigrúmið sem þeir hafi rýmra en annarra bænda til að slátra afurðum sínum. „Ég ætlaði nú að fara að senda til slátrunar eftir tvær vikur en það er spurning hvernig það fer,“ segir Daníel.Segir stöðuna „algjöran hrylling“Verst er staðan á kjúklingabúum. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs sem selja kjúkling undir merkjum Holta, segir stöðuna „algjöran hrylling“. Hann segir að búið sé að sækja um undanþágu frá verkfallinu svo hægt verði að slátra en hann býst við svari fyrir lok dagsins.Sjá einnig: Búist við kjötskorti Matthías vonast til að hægt verði að senda um sjö þúsund fugla til slátrunar næsta miðvikudag. Gangi það ekki eftir fari að verða þröngt um fuglana og í versta falli þurfi að aflífa alla kjúklinga í kjúklingabúinu með gasi. „Okkur finnst alveg afleitt að þurfa að drepa heilbrigðan fugl í húsunum,“ segir Matthías enda sé það sóun á verðmætum. Svínabændur lenda í vandræðum í lok næstu viku „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp,“ segir Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda. Hann segir að svínabændur og svínin sjálf, muni fara að finna fyrir áhrifum verkfallsins í lok næstu viku fáist ekki undanþágur til slátrunar.Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda vonast til að undanþágur fáist svo dýrin þurfi ekki að líða fyrir mannanna verk.mynd/páll jökull„Þá gæti farið að bera á þrengslum inni á búunum,“ segir Hörður sem vonar að undanþágur verði veittar. „Það er jaðrar nú við að vera „krimminalt“ ef ekki fást undanþágur og dýrin verða látin kveljast í miklum þrengslum þar sem þau eru að skaða sjálf sig. Ég held að það hafi nú allir góðan skilning að dýrin líði ekki fyrir þær aðgerðir sem fyrst og fremst eru komnar til af mannanna völdum,“ segir Hörður. Hann segir að fari félagsmenn Starfsgreinasambandsins einnig í verkfall muni það hafa víðtæk áhrif á bændur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá Starfsgreinasambandinu lýkur á miðnætti í kvöld. Félagsmenn þeirra starfi í fjölmörgum greinum tengdum landbúnaði á borð við í fóðurgeiranum og í sláturhúsum. Tengdar fréttir Búist við kjötskorti Dýralæknar eru meðal stétta Bandalags háskólamanna sem boðað hafa verkfall frá og með næsta mánudegi. Dragist verkfallið á langinn hverfur fersk kjötvara hratt úr búðum. Tæki og skepnur fara ekki yfir varnarlínur og hluti útflutnings truflast. 14. apríl 2015 07:00 Kjötskortur hækkar lán heimila Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. 12. nóvember 2011 05:00 Heimilin sögð búa við ólíðandi kostnað af úreltu landbúnaðarkerfi Verðhækkun nautakjöts frá 2010 hækkaði verðtryggðar skuldir um 900 milljónir. Kjötskortur hefur þrýst á enn meiri verðhækkanir. SVÞ vill bregðast við með frjálsum og tollalausum innflutningi nautakjöts. Búist er við synjun. 21. maí 2014 07:00 Landið gæti logað í verkföllum í maí Tugþúsundir fólks gætu verið í verkfalli upp úr miðjum maí semjist ekki fyrir þann tíma. Grandamálið eins og bensín á eldinn segir formaður Eflingar. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
„Í mínum huga mættu þeir vera í verkfalli til eilífðar,“ segir Daníel Magnússon kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra, um verkfall sem skollið er á hjá meirihluta starfsmanna Matvælastofnunar. „Maður spyr sig hvað reikningarnir verða háir frá Matvælastofnun eða þessum eftirlitsdýralæknum á eftir, okkur finnst nú nóg borgað fyrir,“ segir Daníel. Hann spyr einnig hvort sektargreiðslur muni hækka sem honum þyki bæði of háar og oft ósanngjarnar. Hann segir að réttast væri að bændur myndu sjálfir sjá um slátranir og selja kjöt beint frá býli og losna þá við afskipti Matvælastofnunar. Ekki verður hægt að slátra dýrum á meðan verkfallið stendur þar sem dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátranir. Daníel segir að verkfallið hafi ekki strax áhrif á kúabændur enda sé svigrúmið sem þeir hafi rýmra en annarra bænda til að slátra afurðum sínum. „Ég ætlaði nú að fara að senda til slátrunar eftir tvær vikur en það er spurning hvernig það fer,“ segir Daníel.Segir stöðuna „algjöran hrylling“Verst er staðan á kjúklingabúum. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs sem selja kjúkling undir merkjum Holta, segir stöðuna „algjöran hrylling“. Hann segir að búið sé að sækja um undanþágu frá verkfallinu svo hægt verði að slátra en hann býst við svari fyrir lok dagsins.Sjá einnig: Búist við kjötskorti Matthías vonast til að hægt verði að senda um sjö þúsund fugla til slátrunar næsta miðvikudag. Gangi það ekki eftir fari að verða þröngt um fuglana og í versta falli þurfi að aflífa alla kjúklinga í kjúklingabúinu með gasi. „Okkur finnst alveg afleitt að þurfa að drepa heilbrigðan fugl í húsunum,“ segir Matthías enda sé það sóun á verðmætum. Svínabændur lenda í vandræðum í lok næstu viku „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp,“ segir Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda. Hann segir að svínabændur og svínin sjálf, muni fara að finna fyrir áhrifum verkfallsins í lok næstu viku fáist ekki undanþágur til slátrunar.Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda vonast til að undanþágur fáist svo dýrin þurfi ekki að líða fyrir mannanna verk.mynd/páll jökull„Þá gæti farið að bera á þrengslum inni á búunum,“ segir Hörður sem vonar að undanþágur verði veittar. „Það er jaðrar nú við að vera „krimminalt“ ef ekki fást undanþágur og dýrin verða látin kveljast í miklum þrengslum þar sem þau eru að skaða sjálf sig. Ég held að það hafi nú allir góðan skilning að dýrin líði ekki fyrir þær aðgerðir sem fyrst og fremst eru komnar til af mannanna völdum,“ segir Hörður. Hann segir að fari félagsmenn Starfsgreinasambandsins einnig í verkfall muni það hafa víðtæk áhrif á bændur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá Starfsgreinasambandinu lýkur á miðnætti í kvöld. Félagsmenn þeirra starfi í fjölmörgum greinum tengdum landbúnaði á borð við í fóðurgeiranum og í sláturhúsum.
Tengdar fréttir Búist við kjötskorti Dýralæknar eru meðal stétta Bandalags háskólamanna sem boðað hafa verkfall frá og með næsta mánudegi. Dragist verkfallið á langinn hverfur fersk kjötvara hratt úr búðum. Tæki og skepnur fara ekki yfir varnarlínur og hluti útflutnings truflast. 14. apríl 2015 07:00 Kjötskortur hækkar lán heimila Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. 12. nóvember 2011 05:00 Heimilin sögð búa við ólíðandi kostnað af úreltu landbúnaðarkerfi Verðhækkun nautakjöts frá 2010 hækkaði verðtryggðar skuldir um 900 milljónir. Kjötskortur hefur þrýst á enn meiri verðhækkanir. SVÞ vill bregðast við með frjálsum og tollalausum innflutningi nautakjöts. Búist er við synjun. 21. maí 2014 07:00 Landið gæti logað í verkföllum í maí Tugþúsundir fólks gætu verið í verkfalli upp úr miðjum maí semjist ekki fyrir þann tíma. Grandamálið eins og bensín á eldinn segir formaður Eflingar. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Búist við kjötskorti Dýralæknar eru meðal stétta Bandalags háskólamanna sem boðað hafa verkfall frá og með næsta mánudegi. Dragist verkfallið á langinn hverfur fersk kjötvara hratt úr búðum. Tæki og skepnur fara ekki yfir varnarlínur og hluti útflutnings truflast. 14. apríl 2015 07:00
Kjötskortur hækkar lán heimila Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. 12. nóvember 2011 05:00
Heimilin sögð búa við ólíðandi kostnað af úreltu landbúnaðarkerfi Verðhækkun nautakjöts frá 2010 hækkaði verðtryggðar skuldir um 900 milljónir. Kjötskortur hefur þrýst á enn meiri verðhækkanir. SVÞ vill bregðast við með frjálsum og tollalausum innflutningi nautakjöts. Búist er við synjun. 21. maí 2014 07:00
Landið gæti logað í verkföllum í maí Tugþúsundir fólks gætu verið í verkfalli upp úr miðjum maí semjist ekki fyrir þann tíma. Grandamálið eins og bensín á eldinn segir formaður Eflingar. 17. apríl 2015 19:30