Þarf stjórnarformaður Volkswagen að segja af sér? Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 11:04 Ferdinand Piech, stjórnarformaður Volkswagen. Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent
Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent