Þarf stjórnarformaður Volkswagen að segja af sér? Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 11:04 Ferdinand Piech, stjórnarformaður Volkswagen. Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent
Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent