Greiðir Bio-dísil svikasekt með listaverkum Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2015 09:43 Bio-dísil eldsneyti framleitt úr plöntum. Þeir eru æði misjafnir glæpirnir sem framdir eru í henni veröld. Þessi 49 ára viðskiptamaður frá New Jersey í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að svíkja út skattaafslátt af viðskiptum með „umhverfisvænt“ Bio-dísil eldsneyti. Hann seldi það sem eigin framleiðslu en hafði keypt eldsneytið af fyrirtæki sem heitir Furando og það hafði þegar þegið skattaafslátt af því. Því þarf þessi bíræfni viðskiptamaður að endurgreiða bandaríska ríkinu afsláttinn og þar sem hann á ekki reiðufé til þess mun ríkið fá í staðinn fjölda listaverka í eigu hans, myndir frá ekki ófrægari listamönnum en Picasso, Renoir, Nieman, Miro og Salvador Dali. Þær ættu að vera einhvers virði. Auk þess greiðir hann sektina með úrvali skartgripa í hans eigu, meðal annars Rolex og Patek Phillippe úrum og heimili sínu að verðmæti 3,5 milljónum dollara. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Þeir eru æði misjafnir glæpirnir sem framdir eru í henni veröld. Þessi 49 ára viðskiptamaður frá New Jersey í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að svíkja út skattaafslátt af viðskiptum með „umhverfisvænt“ Bio-dísil eldsneyti. Hann seldi það sem eigin framleiðslu en hafði keypt eldsneytið af fyrirtæki sem heitir Furando og það hafði þegar þegið skattaafslátt af því. Því þarf þessi bíræfni viðskiptamaður að endurgreiða bandaríska ríkinu afsláttinn og þar sem hann á ekki reiðufé til þess mun ríkið fá í staðinn fjölda listaverka í eigu hans, myndir frá ekki ófrægari listamönnum en Picasso, Renoir, Nieman, Miro og Salvador Dali. Þær ættu að vera einhvers virði. Auk þess greiðir hann sektina með úrvali skartgripa í hans eigu, meðal annars Rolex og Patek Phillippe úrum og heimili sínu að verðmæti 3,5 milljónum dollara.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent