Handbolti

Íslenskt skyttupar í Holstebro

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurbergur í landsleik.
Sigurbergur í landsleik. vísir/ernir
Sigurbergur Sveinsson, handknattleiksmaður, er genginn í raðir Team Tvis Holstebro í Danmörku, en Sigurbergur skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Hafnfirðingurinn uppaldi, Sigurbergur, gengur í raðir Holstebro frá HC Erlangen, en þar hefur hann spilað í vetur. Þar hefur hann skorað 79 mörk í 29 leikjum, en Erlangen er í átjánda sæti af nítján liðum.

Sigurbergur verður því samherji Egils Magnússonar sem samdi á dögunum við Team Tvis, en Egill kemur frá Stjörnunni. Garðbæingurinn skrifaði undir þriggja ára samning.

Team Tvis Holstebro sem leikur í Danmörku komst í átta liða úrslit dönsku keppninnar, en datt þar út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×