„Ég fer fáklæddari í sund“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. maí 2015 15:07 Úr myndbandinu við Heart Beat. myndir/bergljót arnalds „Þetta gekk vonum framar,“ segir tónlistarkonan Bergljót Arnalds en í vikunni frumsýndi hún tónlistarmyndband við lag sitt Heart Beat hér á Vísi og náði að safna fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Hún stefndi að því að safna þrjúþúsund evrum en þegar upp var staðið höfðu 3.750 evrur safnast. „Það var leyndur aðdáandi sem lokaði söfnuninni en svo hélt þetta bara áfram. Dísa í World Class keypti til að mynda einkatónleika með mér og tveir keyptu næstdýrasta möguleikann sem var sérhannaður trefill eftir mig auk plötunnar. Þegar upp var staðið hafði ég safnað 125% af upphæðinni sem stefnt var að,“ segir Bergljót og er augljóslega í skýjunum. Myndbandið við Heart Beat var frumsýnt á Vísi og áður en langt um leið höfðu aðrir miðlar einnig fjallað um málið. Á öðrum miðlum var talsvert gert úr klæðaburði hennar og stillur úr myndbandinu valdar vandlega. „Mbl.is þýddi meðal annars fréttina þar sem fyrirsögnin var „Icelandic songstress makes love to the landscape.“ Ég kippi mér ekki upp við þetta. Ég fer til að mynda fáklæddari í sund.“ Á fáum dögum horfðu yfir tíuþúsund manns á myndbandið inn á Vimeo og Bergljót segir að viðbrögðin hafi verið góð. „Þetta virðist hafa verið miklu stærri menningarviðburður en ég gerði mér grein fyrir. Önnur myndbönd mín hafa ekki fengið svona mikla athygli. Flestir segja að þeim hafi fundist lagið gott, öðrum líkaði myndbandið og enn öðrum fannst bæði gott.“ Bergljót gaf sér upphaflega eitt ár til þess að koma plötunni út en eftir mikinn áhuga og styrkveitingarnar íhugar hún að koma henni fyrr frá sér. „Mig langar að koma henni fyrr út en fyrst og fremst vil ég að senda frá mér gott efni. Allur stuðningurinn sem ég hef fengið skiptir í raun miklu meira máli en peningurinn sem safnaðist. Þetta hefur verið mjög jákvætt að finna þennan meðbyr,“ segir Bergljót að lokum. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta gekk vonum framar,“ segir tónlistarkonan Bergljót Arnalds en í vikunni frumsýndi hún tónlistarmyndband við lag sitt Heart Beat hér á Vísi og náði að safna fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Hún stefndi að því að safna þrjúþúsund evrum en þegar upp var staðið höfðu 3.750 evrur safnast. „Það var leyndur aðdáandi sem lokaði söfnuninni en svo hélt þetta bara áfram. Dísa í World Class keypti til að mynda einkatónleika með mér og tveir keyptu næstdýrasta möguleikann sem var sérhannaður trefill eftir mig auk plötunnar. Þegar upp var staðið hafði ég safnað 125% af upphæðinni sem stefnt var að,“ segir Bergljót og er augljóslega í skýjunum. Myndbandið við Heart Beat var frumsýnt á Vísi og áður en langt um leið höfðu aðrir miðlar einnig fjallað um málið. Á öðrum miðlum var talsvert gert úr klæðaburði hennar og stillur úr myndbandinu valdar vandlega. „Mbl.is þýddi meðal annars fréttina þar sem fyrirsögnin var „Icelandic songstress makes love to the landscape.“ Ég kippi mér ekki upp við þetta. Ég fer til að mynda fáklæddari í sund.“ Á fáum dögum horfðu yfir tíuþúsund manns á myndbandið inn á Vimeo og Bergljót segir að viðbrögðin hafi verið góð. „Þetta virðist hafa verið miklu stærri menningarviðburður en ég gerði mér grein fyrir. Önnur myndbönd mín hafa ekki fengið svona mikla athygli. Flestir segja að þeim hafi fundist lagið gott, öðrum líkaði myndbandið og enn öðrum fannst bæði gott.“ Bergljót gaf sér upphaflega eitt ár til þess að koma plötunni út en eftir mikinn áhuga og styrkveitingarnar íhugar hún að koma henni fyrr frá sér. „Mig langar að koma henni fyrr út en fyrst og fremst vil ég að senda frá mér gott efni. Allur stuðningurinn sem ég hef fengið skiptir í raun miklu meira máli en peningurinn sem safnaðist. Þetta hefur verið mjög jákvætt að finna þennan meðbyr,“ segir Bergljót að lokum.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira