Idris Elba sló 88 ára hraðamet Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2015 11:15 Idris Elba fagnar metslættinum á Pendine sandströndinni í Wales. Leikarinn Idris Elba sem þekktur er úr The Wire, Luther og Thor gerði sér lítið fyrir og bætti 88 ára „Flying mile“ hraðamet á Bentley bíl sínum á Pendine sandströndinni í Wales. Metið hafði staðið frá 1927 og var í eigu Sir Malcolm Campell á Napier-Campbell Blue Bird bíl sínum og náði hann þá 281,3 km meðalhraða. Til þess að bæta metið þufti Elba að halda meiri meðalhraða í fulla mílu og sló hann það nokkuð sannfærandi og náði 290,2 km meðalhraða. Á þessari leið sinni náði Idris Elba á tíma 300 km hraða. Bíll Idris Elba er Bentley Continental GT Speed með 12 stokka og 635 hestafla vél. Þessi metsláttur Elba var tekinn upp fyrir þáttinn Idris Elba: No Limits sem framleiddur er af Discovery Channel og verður sendur út í júlí.Napier-Campbell Blue Bird bíll Sir Malcolm Campbell átti metið áður, sem staðið hafði frá árinu 1927. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Leikarinn Idris Elba sem þekktur er úr The Wire, Luther og Thor gerði sér lítið fyrir og bætti 88 ára „Flying mile“ hraðamet á Bentley bíl sínum á Pendine sandströndinni í Wales. Metið hafði staðið frá 1927 og var í eigu Sir Malcolm Campell á Napier-Campbell Blue Bird bíl sínum og náði hann þá 281,3 km meðalhraða. Til þess að bæta metið þufti Elba að halda meiri meðalhraða í fulla mílu og sló hann það nokkuð sannfærandi og náði 290,2 km meðalhraða. Á þessari leið sinni náði Idris Elba á tíma 300 km hraða. Bíll Idris Elba er Bentley Continental GT Speed með 12 stokka og 635 hestafla vél. Þessi metsláttur Elba var tekinn upp fyrir þáttinn Idris Elba: No Limits sem framleiddur er af Discovery Channel og verður sendur út í júlí.Napier-Campbell Blue Bird bíll Sir Malcolm Campbell átti metið áður, sem staðið hafði frá árinu 1927.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent