Tesla tapaði 21 milljarði á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 12:48 Tesla Model X kemur á markað seinna á árinu og margir bíða spenntir. Eins og oft vill verða hjá nýjum bílaframleiðendum var tap á rekstri Tesla rafbílaframleiðandans á fyrsta ársfjórðungi ársins. Velta fyrirtækisins var 150 milljarðar króna en tap af rekstri 21 milljarður, eða um 14% af rekstri. Var það helmingi meira tap er sérfræðingar á Wall Street höfðu spáð en velta Tesla var líka meiri en spár þeirra. Tesla seldi 11.160 bíla á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en fyrirtækið ætlar að selja 55.000 bíla í ár. Það þýðir að aukin sala verður að eiga sér stað á seinni helmingi ársins og þar mun tilkoma nýs bíls Tesla, Model X jepplingsins spila stóran þátt. Ef að Tesla nær að selja 55.000 bíla í ár verður það 74% meiri sala en í fyrra. Tesla Model X kemur væntanlega í sölu á fjórða ársfjórðungi og ef framleiðsla Tesla á bílnum verður eftir plönum mun fyrirtækið afgreiða ógrynni þeirra til kaupenda þá. Margir kaupendur hafa lengi beðið eftir bílnum og lagt inn pöntun fyrir löngu. Þriðji framleiðslubíll Tesla, Model 3 er svo áætlaður á markað seint á árinu 2017, en þar er um að ræða mun ódýrari bíl en núverandi Model S og Model X jepplingurinn. Ef sama eftirspurn verður eftir þeim bíl verður framleiðsla Tesla hratt komin yfir 100.000 bíla markið á ári. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent
Eins og oft vill verða hjá nýjum bílaframleiðendum var tap á rekstri Tesla rafbílaframleiðandans á fyrsta ársfjórðungi ársins. Velta fyrirtækisins var 150 milljarðar króna en tap af rekstri 21 milljarður, eða um 14% af rekstri. Var það helmingi meira tap er sérfræðingar á Wall Street höfðu spáð en velta Tesla var líka meiri en spár þeirra. Tesla seldi 11.160 bíla á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en fyrirtækið ætlar að selja 55.000 bíla í ár. Það þýðir að aukin sala verður að eiga sér stað á seinni helmingi ársins og þar mun tilkoma nýs bíls Tesla, Model X jepplingsins spila stóran þátt. Ef að Tesla nær að selja 55.000 bíla í ár verður það 74% meiri sala en í fyrra. Tesla Model X kemur væntanlega í sölu á fjórða ársfjórðungi og ef framleiðsla Tesla á bílnum verður eftir plönum mun fyrirtækið afgreiða ógrynni þeirra til kaupenda þá. Margir kaupendur hafa lengi beðið eftir bílnum og lagt inn pöntun fyrir löngu. Þriðji framleiðslubíll Tesla, Model 3 er svo áætlaður á markað seint á árinu 2017, en þar er um að ræða mun ódýrari bíl en núverandi Model S og Model X jepplingurinn. Ef sama eftirspurn verður eftir þeim bíl verður framleiðsla Tesla hratt komin yfir 100.000 bíla markið á ári.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent