Subaru fjölgar STI-bílum Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 10:45 Subaru BRZ STI var sýndur var sýndur á bílasýningunni í New York um daginn. Margur bílaáhugamaðurinn mun gleðjast yfir nýjustu fréttum úr herbúðum Subaru, en japanski bílaframleiðandinn ætlar á næstunni að fjölga þeim bílgerðum sínum sem fást munu í kraftaútfærslum, en þeir bílar hafa borið og munu bera stafina STI. Fyrsta viðbótin við hinn klassíska Subaru Impreza WRX STI er þessi Subaru BRZ STI bíll sem sýndur var á bílasýningunni í New York um daginn. Subaru ætlar brátt að bjóða STI-útfærslur á Legacy og Forester og fleiri bílgerðir gætu fylgt í kjölfarið. Subaru er ekki eini japanski framleiðandinn sem leggur nú aukna áherslu á framleiðslu aflmikilla útgáfa af bílum sínum. Nissan hefur aukið og mun auka meira framboð að Nismo kraftaútfærslum bíla sinna, Honda hefur nýverið loksins kynnt Civic Type R aftur til sögunnar og Toyota ætlar einnig að gera gangskör í framboði kraftaútgáfa. Sala Subaru af einu gerð STI bíla hingað til, þ.e. Impreza WRX STI hefur aldrei verið í neinu gríðarlegu magni, en á stærsta sölumarkaði hans í Bandaríkjunum seldust 6.500 bílar í fyrra. Svo sú tala sé sett í eitthvert samhengi þá nam heildarsala Subaru í Bandaríkjunum í fyrra 540.000 bílum. Sala Subaru þar gekk reyndar gríðarlega vel í fyrra og jókst um 21%, en enginn annar bílaframleiðandi frá Japan, né þýskalandi, náði viðlíka aukningu. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent
Margur bílaáhugamaðurinn mun gleðjast yfir nýjustu fréttum úr herbúðum Subaru, en japanski bílaframleiðandinn ætlar á næstunni að fjölga þeim bílgerðum sínum sem fást munu í kraftaútfærslum, en þeir bílar hafa borið og munu bera stafina STI. Fyrsta viðbótin við hinn klassíska Subaru Impreza WRX STI er þessi Subaru BRZ STI bíll sem sýndur var á bílasýningunni í New York um daginn. Subaru ætlar brátt að bjóða STI-útfærslur á Legacy og Forester og fleiri bílgerðir gætu fylgt í kjölfarið. Subaru er ekki eini japanski framleiðandinn sem leggur nú aukna áherslu á framleiðslu aflmikilla útgáfa af bílum sínum. Nissan hefur aukið og mun auka meira framboð að Nismo kraftaútfærslum bíla sinna, Honda hefur nýverið loksins kynnt Civic Type R aftur til sögunnar og Toyota ætlar einnig að gera gangskör í framboði kraftaútgáfa. Sala Subaru af einu gerð STI bíla hingað til, þ.e. Impreza WRX STI hefur aldrei verið í neinu gríðarlegu magni, en á stærsta sölumarkaði hans í Bandaríkjunum seldust 6.500 bílar í fyrra. Svo sú tala sé sett í eitthvert samhengi þá nam heildarsala Subaru í Bandaríkjunum í fyrra 540.000 bílum. Sala Subaru þar gekk reyndar gríðarlega vel í fyrra og jókst um 21%, en enginn annar bílaframleiðandi frá Japan, né þýskalandi, náði viðlíka aukningu.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent