Lotus í sæng með Kínverjum Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 09:18 Lotus Evora. Breski sportbílaframleiðandinn Lotus og Goldstar Heavy Industrial Company í Kína hafa stofnað til samstarfs um smíði Lotus bíla í Kína. Til stendur að smíða nýja bíla Lotus hjá Goldstar, bíla sem þróaðir verða í Kína og henta kaupendum þar. Lotus ætlar áfram að smíða sínar núverandi bílgerðir, Evora, Exige og Elise í Hethel í Bretlandi. Fyrir aðeins tveimur árum benti flest til þess að Lotus væri að fara á hausinn og missti Lotus þá fjórðunginn af starfsfólki sínu. Lotus tókst hinsvegar að snúa vörn í sókn og í fyrra jók Lotus við sölu bíla sinna um heil 55% og opnaði 36 nýja sölustaði. Það eru því nýir timar hjá Lotus og fyrirtækið ætlar ekki að missa af þeim tækifærum sem bílaframleiðendum stendur til boða í Kína. Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn Lotus og Goldstar Heavy Industrial Company í Kína hafa stofnað til samstarfs um smíði Lotus bíla í Kína. Til stendur að smíða nýja bíla Lotus hjá Goldstar, bíla sem þróaðir verða í Kína og henta kaupendum þar. Lotus ætlar áfram að smíða sínar núverandi bílgerðir, Evora, Exige og Elise í Hethel í Bretlandi. Fyrir aðeins tveimur árum benti flest til þess að Lotus væri að fara á hausinn og missti Lotus þá fjórðunginn af starfsfólki sínu. Lotus tókst hinsvegar að snúa vörn í sókn og í fyrra jók Lotus við sölu bíla sinna um heil 55% og opnaði 36 nýja sölustaði. Það eru því nýir timar hjá Lotus og fyrirtækið ætlar ekki að missa af þeim tækifærum sem bílaframleiðendum stendur til boða í Kína.
Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent