Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 13:41 Skýrslutöku yfir Sigurði lauk í dag. Vísir/Ernir Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira