Handbolti

Lauge búinn að semja við Flensburg

Lauge í leik með Kiel gegn Löwen.
Lauge í leik með Kiel gegn Löwen. vísir/getty
Danski landsliðsmaðurinn Rasmus Lauge flytur sig um set í sumar frá Kiel til erkifjendanna í Flensburg.

Þessi félagaskipti hafa legið í loftinu í nokkurn tíma og hafa nú verið staðfest. Lauge er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Evrópumeistarana.

„Rasmus styrkir okkar leik sem og breiddina i liðinu. Ég bíð spenntur eftir að vinna með honum," sagði Ljubomir Vranjes, þjálfari liðsins.

Lauge hefur aldrei náð neinni fótfestu hjá Kiel og erfið meiðsli hafa heldur ekki hjálpað honum. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, lítur ekki á hann sem framtíðarmann hjá félaginu og hefur því skipt honum út.

Lauge er orðinn 23 ára gamall og á fast sæti í danska landsliðshópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×