Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 09:45 Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. Vísir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira