Útrýming blasir við 16% tegunda Jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. maí 2015 19:41 Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka. Loftslagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.
Loftslagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira