Handbolti

Stórt skref í rétta átt hjá Tandra og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már Konráðsson.
Tandri Már Konráðsson. Vísir/Stefán
Tandri Már Konráðsson og félagar í Ricoh HK stigu stórt skref í átt að því að tryggja sér áframhaldandi veru í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sannfærandi sigur á Skövde í kvöld.

Ricoh vann tíu mark sigur á Skövde, 32-22, og hefur þar með náð í tíu stig út úr fyrstu átta leikjunum í þessum sex liða riðli þar sem þrjú efstu liðin verða áfram meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.

Skövde gat komist upp fyrir Ricoh með sigri en Tandri Már og félagar eru nú fjórum stigum á undan liðinu í fjórða sæti sem er OV Helsingborg HK.

Tandri Már var með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í liðinu en hann nýtti 57 prósent skota sinna. Tandri Már var fjórði markahæsti leikmaður liðsins í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×