Handbolti

Dæma úrslitaleikinn í EHF-bikarnum

Jónas og Anton verða í sviðsljósinu í Berlín.
Jónas og Anton verða í sviðsljósinu í Berlín.
Besta dómarapar Íslands, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fá risaverkefni um miðjan mánuðinn.

Búið er að úthluta þeim félögum sjálfum úrslitaleiknum í EHF-bikarnum. Úrslitahelgin fer fram í Berlín dagana 16. og 17. maí.

Í undanúrslitunum mætast danska liðið Skjern og þýska liðið Hamburg í fyrri leik dagsins. Svo er það slóvenska liðið Gorenje Velenje gegn liði Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin.

Það er mikil upphefð fyrir okkar menn að fá þetta verkefni sem þeir munu vafalítið leysa með sóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×