Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira