Rafmagnsleigubílum í London fjölgar Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2015 09:59 TX-5 rafmagnsleigubíll frá London Taxi Company. Svörtu kubbslegu leigubílarnir í London verða brátt allmiklu umhverfisvænni því mörgum þeirra hefur verið skipt út fyrir rafmagnsbíla og verður þeim gömlu skipt út í stórum stíl á næstu árum. London Taxi Company, sem lengi hefur framleitt þá leigubíla sem einkenna Lundúni, er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem reyndar á einnig Volvo. Fyrirtækið framleiðir nú þennan TX4 leigubíl sem ætlað er að leysa af hólmi eldri leigubíla borgarinnar og von er á næstu gerð bílsins, TX5 innan þriggja ára. Meiningin er að framleiða allt að 36.000 svona bíla á ári og með því tífalda framleiðsluna frá því sem nú er. Þessir bílar eru einnig ætlaðir í sölu í öðrum löndum en Bretlandi. Þeir eru þó ekki einu rafmagnsleigubílarnir sem sjást í London nú því allmargir breskir Frazer-Nash Metrocab rafmagnsbílar eru þar einnig í þjónustu. Bílar Frazer-Nash er með svipaðan drifbúnað og TX4 og TX5 bílarnir, stórar rafhlöður og litla brunavél sem tekur við þegar rafhleðslan klárast. Drægni þeirra er svipuð, eða um 560 kílómetrar. Frazer-Nash, breskur rafmagnsleigubíll. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Svörtu kubbslegu leigubílarnir í London verða brátt allmiklu umhverfisvænni því mörgum þeirra hefur verið skipt út fyrir rafmagnsbíla og verður þeim gömlu skipt út í stórum stíl á næstu árum. London Taxi Company, sem lengi hefur framleitt þá leigubíla sem einkenna Lundúni, er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem reyndar á einnig Volvo. Fyrirtækið framleiðir nú þennan TX4 leigubíl sem ætlað er að leysa af hólmi eldri leigubíla borgarinnar og von er á næstu gerð bílsins, TX5 innan þriggja ára. Meiningin er að framleiða allt að 36.000 svona bíla á ári og með því tífalda framleiðsluna frá því sem nú er. Þessir bílar eru einnig ætlaðir í sölu í öðrum löndum en Bretlandi. Þeir eru þó ekki einu rafmagnsleigubílarnir sem sjást í London nú því allmargir breskir Frazer-Nash Metrocab rafmagnsbílar eru þar einnig í þjónustu. Bílar Frazer-Nash er með svipaðan drifbúnað og TX4 og TX5 bílarnir, stórar rafhlöður og litla brunavél sem tekur við þegar rafhleðslan klárast. Drægni þeirra er svipuð, eða um 560 kílómetrar. Frazer-Nash, breskur rafmagnsleigubíll.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent