Flatbotna skór bannaðir í Cannes 19. maí 2015 23:00 Leikkonan Emilu Blunt mótmælti þessum reglum rauða dregilsins harðlega á blaðamannafundi í morgun. Glamour/Getty Fréttir af ströngum reglum á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes hafa vakið mikla athygli í dag þegar upp komst að konum var vísað af rauða dreglinum á frumsýningu myndarinnar Carol, fyrir það eitt að vera ekki klæddar í háa hæla. BBC greinir frá þessu en þar kemur fram að ekki eru til reglur þess efnis að allar konur verði að vera í háhæluðum skóm á rauða dreglinum á hátíðinni. Konurnar sem um ræðir voru allar með miða á myndina og skiljanlega svekktar að vera vísað frá vegna skóbúnaðar. Leikkonan Emily Blunt var harðorð vegna málsins á blaðamannafundi í Cannes í morgun, þar sem hún var að kynna mynd sína Sicaro. "Mér finnst að allir ættu að vera í flatbotna skóm, ef ég að vera alveg hreinskilin." Glamour tekur undir þau orð leikkonunnar. Mest lesið Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Englahár og aðrar öðruvísi hárgreiðslur Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Blái Dior herinn Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Í fyrsta sinn verður transkona andlit L'Oreal Glamour
Fréttir af ströngum reglum á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes hafa vakið mikla athygli í dag þegar upp komst að konum var vísað af rauða dreglinum á frumsýningu myndarinnar Carol, fyrir það eitt að vera ekki klæddar í háa hæla. BBC greinir frá þessu en þar kemur fram að ekki eru til reglur þess efnis að allar konur verði að vera í háhæluðum skóm á rauða dreglinum á hátíðinni. Konurnar sem um ræðir voru allar með miða á myndina og skiljanlega svekktar að vera vísað frá vegna skóbúnaðar. Leikkonan Emily Blunt var harðorð vegna málsins á blaðamannafundi í Cannes í morgun, þar sem hún var að kynna mynd sína Sicaro. "Mér finnst að allir ættu að vera í flatbotna skóm, ef ég að vera alveg hreinskilin." Glamour tekur undir þau orð leikkonunnar.
Mest lesið Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Englahár og aðrar öðruvísi hárgreiðslur Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Blái Dior herinn Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Í fyrsta sinn verður transkona andlit L'Oreal Glamour