Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2015 14:01 Halldór Bragason hefur fyrirgefið lögreglunni. Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér nú rétt í þessu, og vísar til atviks sem mjög hefur verið í fréttum sem tengist myndatöku Halldórs Bragasonar tónlistarmanns þegar rúta var föst í þröngri götu við heimili hans. Í yfirlýsingunni er Halldór beðinn afsökunar. Yfirlýsingin er stutt og svohljóðandi í heild sinni: „Í gær barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um myndband sem tekið var upp við útkall lögreglu vegna rútu sem sat föst í þröngri götu í miðborginni. Í myndbandinu sést lögreglumaður eiga orðaskipti við þann sem tekur myndbandið upp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill biðjast afsökunar vegna atviksins. Ekkert í lögum bannar almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Rætt hefur verið við málsaðila og afsökunarbeiðni komið áleiðis og telst málinu því lokið.“ Vísir bar yfirlýsinguna undir Halldór sem segir lögregluna hafa haft samband við sig til að fá sína hlið málsins. En, nú sé afsökunarbeiðnin fyrirliggjandi. „Takk. Innilegar þakkir. Málið er dautt frá minni hálfu og framtíðin er björt og fögur í borginni,“ segir Halldór Bragason. Og hann heldur áfram: „Mér finnst frábært að fá afsökunarbeiðni frá lögreglunni og líður miklu betur.“ Og hann bætir því við að honum finnist þetta stórmannlegt af lögreglunni. „Og þeim er fyrirgefið.“ Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér nú rétt í þessu, og vísar til atviks sem mjög hefur verið í fréttum sem tengist myndatöku Halldórs Bragasonar tónlistarmanns þegar rúta var föst í þröngri götu við heimili hans. Í yfirlýsingunni er Halldór beðinn afsökunar. Yfirlýsingin er stutt og svohljóðandi í heild sinni: „Í gær barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um myndband sem tekið var upp við útkall lögreglu vegna rútu sem sat föst í þröngri götu í miðborginni. Í myndbandinu sést lögreglumaður eiga orðaskipti við þann sem tekur myndbandið upp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill biðjast afsökunar vegna atviksins. Ekkert í lögum bannar almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Rætt hefur verið við málsaðila og afsökunarbeiðni komið áleiðis og telst málinu því lokið.“ Vísir bar yfirlýsinguna undir Halldór sem segir lögregluna hafa haft samband við sig til að fá sína hlið málsins. En, nú sé afsökunarbeiðnin fyrirliggjandi. „Takk. Innilegar þakkir. Málið er dautt frá minni hálfu og framtíðin er björt og fögur í borginni,“ segir Halldór Bragason. Og hann heldur áfram: „Mér finnst frábært að fá afsökunarbeiðni frá lögreglunni og líður miklu betur.“ Og hann bætir því við að honum finnist þetta stórmannlegt af lögreglunni. „Og þeim er fyrirgefið.“
Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51