Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 11:39 Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson. Vísir Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19