Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 10:19 Björn Þorvaldsson saksóknari, hér lengst til hægri, ásamt aðstoðarmönnum sínum. VÍSIR/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann byrjaði á að fara yfir ákæruna og rakti almennt þá háttsemi sem ákærðu er gefið að sök. Alls eru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir markaðsminotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Fyrsti og annar kafli ákærunnar snýr að meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson hjá eigin viðskiptum bankans keyptu mikið magn af hlutabréfum í bankanum ákærutímabilinu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi stjórnendanna Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar. Vill ákæruvaldið meina að viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi hafi komið í veg fyrir eða hægt á lækkun bréfanna og þannig komið í veg fyrir eðlilega verðmyndun þeirra á markaði, sem er ólöglegt.Áhættusöm viðskipti fyrir bankann Í 2. kafla ákærunnar er einnig ákært fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir nokkur stór utanþingsviðskipti þar sem eignarhaldsfélögum voru seld hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Telur saksóknari að þessi viðskipti hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum ranglega og misvísandi til kynna, auk þess sem þau voru mjög áhættusöm fyrir bankann, en um fyrstu tvo kafla ákærunnar sagði saksóknari: „Háttsemin í 1. og 2. kafla fól í sér í heild sinni langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun í gangverk verðbréfamarkaðarins. Hlutabréf í Kaupþingi lutu ekki þeim markaðslögmálum sem lög um verðbréfaviðskipti [kveða á um].”Deilt um eðli utanþingsviðskipta Saksóknari rakti svo þann mun sem sjálfvirk pörunarviðskipti og utanþingsviðskipti hafa á verðmyndun hlutabréfa. Hélt hann því fram að sjálfvirk pörunarviðskipti hefðu meiri áhrif á verðmyndun en utanþingsviðskipti, sem í raun hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa. Vísaði hann meðal annars í framburð vitna máli sínu til stuðnings og álit fræðimanna en ákæruvaldið og verjendur hafa deilt mikið um hvort þetta sé rétt túlkun á eðli utanþingsviðskipta og áhrifum þeirra á hlutabréfaverð. „Raunveruleg verðmyndun á sér stað í sjálfvirkum pörunarviðskiptum,” sagði saksóknari og hélt áfram: „Af hverju þá að kaupa svona mikið í sjálvirkum pörunarviðskiptum? Svarið liggur í augum uppi: Kaupþing var í raun að handstýra verðmyndun á eigin bréfum.”Símtöl og tölvupóstar varpi ljósi á misnotkun Ákæruvaldið telur samtímagögn frá ákærutímabilinu, til dæmis símtöl og tölvupósta, varpa ljósi þá markaðsmisnotkun sem fjallað er um í 1. kafla ákærunnar. „Þegar gögn málsins eru skoðuð kemur í ljós með skýrum hætti hvernig ákærðu höfðu viðskipti með bréf Kaupþings í gjörgæslu. Markmið ákærðu var að halda uppi og styðja við gengi hlutabréfanna hvað sem það kostaði.” Saksóknari fer nú yfir gögn málsins, símtöl, tölvupósta og gögn úr Kauphallarherminum svokallaða sem sýnir viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Reynir hann að sýna fram á að samhengi sé á milli samskipta ákærðu um viðskipti með bréf í Kaupþingi og svo hegðunar verðbréfasalanna á markaði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann byrjaði á að fara yfir ákæruna og rakti almennt þá háttsemi sem ákærðu er gefið að sök. Alls eru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir markaðsminotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Fyrsti og annar kafli ákærunnar snýr að meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson hjá eigin viðskiptum bankans keyptu mikið magn af hlutabréfum í bankanum ákærutímabilinu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi stjórnendanna Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar. Vill ákæruvaldið meina að viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi hafi komið í veg fyrir eða hægt á lækkun bréfanna og þannig komið í veg fyrir eðlilega verðmyndun þeirra á markaði, sem er ólöglegt.Áhættusöm viðskipti fyrir bankann Í 2. kafla ákærunnar er einnig ákært fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir nokkur stór utanþingsviðskipti þar sem eignarhaldsfélögum voru seld hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Telur saksóknari að þessi viðskipti hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum ranglega og misvísandi til kynna, auk þess sem þau voru mjög áhættusöm fyrir bankann, en um fyrstu tvo kafla ákærunnar sagði saksóknari: „Háttsemin í 1. og 2. kafla fól í sér í heild sinni langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun í gangverk verðbréfamarkaðarins. Hlutabréf í Kaupþingi lutu ekki þeim markaðslögmálum sem lög um verðbréfaviðskipti [kveða á um].”Deilt um eðli utanþingsviðskipta Saksóknari rakti svo þann mun sem sjálfvirk pörunarviðskipti og utanþingsviðskipti hafa á verðmyndun hlutabréfa. Hélt hann því fram að sjálfvirk pörunarviðskipti hefðu meiri áhrif á verðmyndun en utanþingsviðskipti, sem í raun hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa. Vísaði hann meðal annars í framburð vitna máli sínu til stuðnings og álit fræðimanna en ákæruvaldið og verjendur hafa deilt mikið um hvort þetta sé rétt túlkun á eðli utanþingsviðskipta og áhrifum þeirra á hlutabréfaverð. „Raunveruleg verðmyndun á sér stað í sjálfvirkum pörunarviðskiptum,” sagði saksóknari og hélt áfram: „Af hverju þá að kaupa svona mikið í sjálvirkum pörunarviðskiptum? Svarið liggur í augum uppi: Kaupþing var í raun að handstýra verðmyndun á eigin bréfum.”Símtöl og tölvupóstar varpi ljósi á misnotkun Ákæruvaldið telur samtímagögn frá ákærutímabilinu, til dæmis símtöl og tölvupósta, varpa ljósi þá markaðsmisnotkun sem fjallað er um í 1. kafla ákærunnar. „Þegar gögn málsins eru skoðuð kemur í ljós með skýrum hætti hvernig ákærðu höfðu viðskipti með bréf Kaupþings í gjörgæslu. Markmið ákærðu var að halda uppi og styðja við gengi hlutabréfanna hvað sem það kostaði.” Saksóknari fer nú yfir gögn málsins, símtöl, tölvupósta og gögn úr Kauphallarherminum svokallaða sem sýnir viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Reynir hann að sýna fram á að samhengi sé á milli samskipta ákærðu um viðskipti með bréf í Kaupþingi og svo hegðunar verðbréfasalanna á markaði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira