Lækkað eldsneytisverð eykur akstur Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 09:48 Fyllt á vestra. Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent