Síðasti þátturinn af Illa förnum er farinn í loftið en þeir félagar, Davíð og Arnar kveðja Austurland í honum. Þeir kíkja meðal annars í Atlavík og reyna að hitta Lagarfljótsorminn sem lét ekki sjá sig að þessu sinni.
„Við fórum einnig í Hallormsstaðaskóg þar sem við fórum í fjórhjólatúr með East Highlanders,“ segir Davíð. „Ég villtist aðeins í skóginum og um tíma var mjög tvísýnt að við næðum fluginu okkar suður.“
Þeir rétt náðu flugvélinni áður hún fór í loftið til Reykjavíkur en að má sjá skemmtilegt innslag þar sem þá dreymir allt ferðalagið frá því í lok síðasta sumars á ferðalagi Illa farinna.

