Mögnuð frammistaða á HM hjá 43 ára gömlum Tékka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 21:45 Jaromir Jagr fagnar. Vísir/Getty Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira