Útivist og áskoranir: „Ég var ennþá á lífi og ákvað að byrja í þríþraut“ Elísabet Margeirsdóttir skrifar 14. maí 2015 11:00 Í vikunni hitti ég Melkorku Árnýju Kvaran framkvæmdastjóra Kerrupúls, en hún býður nýbökuðum foreldrum upp á skemmtilega útihreyfingu allt árið um kring í Laugardalnum. Kerrupúlið hefur aðstoðað margar mæður við að koma sér í form bæði andlega og líkamlega eftir barnsburð. „Við höfum fengið til okkar konur með mikla grindargliðnun og náð að styrkja þær svo að þær geti sinnt daglegu starfi sem þær áttu erfitt með fyrir námskeiðið“. „Það er þvílík veðursæld í dalnum og mun skjólsælla þar en annars staðar í borginni og oft tveimur gráðum hlýrra. Margar konur á námskeiðum hjá okkur koma langt að, við höfum meira að segja verið með konur sem hafa keyrt frá Keflavík og Akranesi til að koma á Kerrupúlsnámskeið,“ segir Melkorka. Kerrupúl á Facebook Stefnir á hálfan járnkarl Við fylgdumst með Kópavogsþrautinni um síðustu helgi og á meðal keppenda var Pálmi Guðlaugsson. Pálmi sem er 27 ára gamall fæddist spastískur og er fyrsti hreyfihamlaði Íslendingurinn til að keppa í þríþraut. Þetta var þriðja keppnin hans á ferlinum en Pálmi er fyrrum afreksmaður í sundi. Sama ár og hann hóf hlaupaæfingar fékk hann skyndilega blóðtappa í heila og var útlitið ekki gott. Eftir meðferð nokkrum mánuðum síðar gaf taugalæknir honum leyfi til að hefja æfingar á ný. Þá ákvað hann að takast á við nýja áskorun og hefja nýjan íþróttaferil í þríþraut. Pálmi ræddi við okkur um gengi hans í keppninni og næstu markmið. Heilsa Heilsa video Hjólreiðar Hlaup Tengdar fréttir Fyrsta þríþraut sumarsins fór af stað í snjókomu Glæsileg þríþraut var haldin í Kópavogi í dag og einnig var boðið upp á fjölskylduþríþraut. Aðstæður voru skrautlegar til að byrja með en það snjóaði þegar fyrsti hópur var ræstur. 10. maí 2015 14:31 Nítján Íslandsmet í Ásvallalaug Sannkallað metaregn var á fyrri degi Íslandsmóts fatlaðra í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. 25. nóvember 2012 08:00 Rakel Eva hvetur fólk áfram: „Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúminu“ Áform er grasrótarhreyfing sem hittist tvisvar í viku til að æfa saman frítt. Allir eru velkomnir og eina sem þú þarft að gera er að mæta á staðinn og hafa gaman. 7. maí 2015 08:45 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið
Í vikunni hitti ég Melkorku Árnýju Kvaran framkvæmdastjóra Kerrupúls, en hún býður nýbökuðum foreldrum upp á skemmtilega útihreyfingu allt árið um kring í Laugardalnum. Kerrupúlið hefur aðstoðað margar mæður við að koma sér í form bæði andlega og líkamlega eftir barnsburð. „Við höfum fengið til okkar konur með mikla grindargliðnun og náð að styrkja þær svo að þær geti sinnt daglegu starfi sem þær áttu erfitt með fyrir námskeiðið“. „Það er þvílík veðursæld í dalnum og mun skjólsælla þar en annars staðar í borginni og oft tveimur gráðum hlýrra. Margar konur á námskeiðum hjá okkur koma langt að, við höfum meira að segja verið með konur sem hafa keyrt frá Keflavík og Akranesi til að koma á Kerrupúlsnámskeið,“ segir Melkorka. Kerrupúl á Facebook Stefnir á hálfan járnkarl Við fylgdumst með Kópavogsþrautinni um síðustu helgi og á meðal keppenda var Pálmi Guðlaugsson. Pálmi sem er 27 ára gamall fæddist spastískur og er fyrsti hreyfihamlaði Íslendingurinn til að keppa í þríþraut. Þetta var þriðja keppnin hans á ferlinum en Pálmi er fyrrum afreksmaður í sundi. Sama ár og hann hóf hlaupaæfingar fékk hann skyndilega blóðtappa í heila og var útlitið ekki gott. Eftir meðferð nokkrum mánuðum síðar gaf taugalæknir honum leyfi til að hefja æfingar á ný. Þá ákvað hann að takast á við nýja áskorun og hefja nýjan íþróttaferil í þríþraut. Pálmi ræddi við okkur um gengi hans í keppninni og næstu markmið.
Heilsa Heilsa video Hjólreiðar Hlaup Tengdar fréttir Fyrsta þríþraut sumarsins fór af stað í snjókomu Glæsileg þríþraut var haldin í Kópavogi í dag og einnig var boðið upp á fjölskylduþríþraut. Aðstæður voru skrautlegar til að byrja með en það snjóaði þegar fyrsti hópur var ræstur. 10. maí 2015 14:31 Nítján Íslandsmet í Ásvallalaug Sannkallað metaregn var á fyrri degi Íslandsmóts fatlaðra í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. 25. nóvember 2012 08:00 Rakel Eva hvetur fólk áfram: „Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúminu“ Áform er grasrótarhreyfing sem hittist tvisvar í viku til að æfa saman frítt. Allir eru velkomnir og eina sem þú þarft að gera er að mæta á staðinn og hafa gaman. 7. maí 2015 08:45 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið
Fyrsta þríþraut sumarsins fór af stað í snjókomu Glæsileg þríþraut var haldin í Kópavogi í dag og einnig var boðið upp á fjölskylduþríþraut. Aðstæður voru skrautlegar til að byrja með en það snjóaði þegar fyrsti hópur var ræstur. 10. maí 2015 14:31
Nítján Íslandsmet í Ásvallalaug Sannkallað metaregn var á fyrri degi Íslandsmóts fatlaðra í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. 25. nóvember 2012 08:00
Rakel Eva hvetur fólk áfram: „Það eru algjör lífsgæði að geta staðið upp úr rúminu“ Áform er grasrótarhreyfing sem hittist tvisvar í viku til að æfa saman frítt. Allir eru velkomnir og eina sem þú þarft að gera er að mæta á staðinn og hafa gaman. 7. maí 2015 08:45