Audi seldi meira en BMW og Benz í apríl Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 16:09 Audi náði mestri sölu í apríl. BMW hefur undanfarin ár verið söluhæsti þýski lúxusbílasali heims og tók þann titil af Mercedes Benz árið 2005 og hefur haldið honum síðan. Ef til vill verður það þó keppinautur þeirra, Audi, sem trónir hæst hvað magn seldra bíla varðar í lok þessa árs. Í síðasta mánuði var það einmitt Audi sem seldi flesta bíla þessara þriggja fyrirtækja, eða 152.850 bíla. Í þessum nýliðna aprílmánuði seldi BMW og Benz um 148.000 bíla hvort fyrirtæki og forskot Audi því tæplega 5.000 bílar á hina tvo í mánuðinum. BMW náði engu að síður að selja fleiri bíla en Audi og Benz á fyrsta ársfjórðungi ársins, þ.e. janúar, febrúar og mars. BMW seldi þá 451.576 bíla, Audi 438.250 bíla og Benz 429.602 bíla. Slagurinn verður greinilega harður út árið og líklegt að BMW og Audi muni slást um titilinn, en Mercedes Benz komi svo rétt á eftir. Núna munar aðeins um 8.000 bílum á BMW og Audi eftir 4 mánuði ársins og ef fleiri mánuðir verða eins og nýliðinn apríl nær Audi brátt uppfyrir BMW í sölu. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent
BMW hefur undanfarin ár verið söluhæsti þýski lúxusbílasali heims og tók þann titil af Mercedes Benz árið 2005 og hefur haldið honum síðan. Ef til vill verður það þó keppinautur þeirra, Audi, sem trónir hæst hvað magn seldra bíla varðar í lok þessa árs. Í síðasta mánuði var það einmitt Audi sem seldi flesta bíla þessara þriggja fyrirtækja, eða 152.850 bíla. Í þessum nýliðna aprílmánuði seldi BMW og Benz um 148.000 bíla hvort fyrirtæki og forskot Audi því tæplega 5.000 bílar á hina tvo í mánuðinum. BMW náði engu að síður að selja fleiri bíla en Audi og Benz á fyrsta ársfjórðungi ársins, þ.e. janúar, febrúar og mars. BMW seldi þá 451.576 bíla, Audi 438.250 bíla og Benz 429.602 bíla. Slagurinn verður greinilega harður út árið og líklegt að BMW og Audi muni slást um titilinn, en Mercedes Benz komi svo rétt á eftir. Núna munar aðeins um 8.000 bílum á BMW og Audi eftir 4 mánuði ársins og ef fleiri mánuðir verða eins og nýliðinn apríl nær Audi brátt uppfyrir BMW í sölu.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent