Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 14:18 Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, er lengst til vinstri á myndinni. Vísir Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. Vitnin sem um ræðir eru annars vegar Steingrímur Kárason, sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, og Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings. Steingrímur bar vitni í gær og sagðist hafa átt fundi með verjendum Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ingólfs Helgasonar. Verjandi Hreiðars, Hörður Felix Harðarson, spurði Steingrím hvort eitthvað hefði verið reynt að hafa áhrif á framburð hans á þeim fundum og kvað hann svo ekki hafa verið. Þá sagðist hann ekki hafa verið beittur þrýstingi til að segja neitt annað en sannleikann. Helgi og Hörður Felix funduðu í gær Fyrir dómi í dag kom svo fram að Helgi átti fund með Herði Felix í gær. Kvaðst hann hafa séð einhver gögn úr málinu á þeim fundi en aðspurður sagði hann fundinn hafa snúist um hvað það væri sem hann gæti upplýst í málinu. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði svo hvort það væri ekki rétt skilið af gögnum málsins að Helgi hefði verið sakborningur í málinu á ákveðnum tímapunkti. Játti Helgi því. Gestur spurði hann þá hvort hann hefði ekki haft öll gögn málsins undir höndum vegna þess. „Jú, það er rétt. Ég er með öll gögn málsins.” Gestur spurði í þessu ljósi hvort Helgi héldi að uppljóstrað hefði verið um mörg leyndarmál á fundi hans með Herði Felix. „Nei, það held ég nú ekki.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. Vitnin sem um ræðir eru annars vegar Steingrímur Kárason, sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, og Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings. Steingrímur bar vitni í gær og sagðist hafa átt fundi með verjendum Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ingólfs Helgasonar. Verjandi Hreiðars, Hörður Felix Harðarson, spurði Steingrím hvort eitthvað hefði verið reynt að hafa áhrif á framburð hans á þeim fundum og kvað hann svo ekki hafa verið. Þá sagðist hann ekki hafa verið beittur þrýstingi til að segja neitt annað en sannleikann. Helgi og Hörður Felix funduðu í gær Fyrir dómi í dag kom svo fram að Helgi átti fund með Herði Felix í gær. Kvaðst hann hafa séð einhver gögn úr málinu á þeim fundi en aðspurður sagði hann fundinn hafa snúist um hvað það væri sem hann gæti upplýst í málinu. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði svo hvort það væri ekki rétt skilið af gögnum málsins að Helgi hefði verið sakborningur í málinu á ákveðnum tímapunkti. Játti Helgi því. Gestur spurði hann þá hvort hann hefði ekki haft öll gögn málsins undir höndum vegna þess. „Jú, það er rétt. Ég er með öll gögn málsins.” Gestur spurði í þessu ljósi hvort Helgi héldi að uppljóstrað hefði verið um mörg leyndarmál á fundi hans með Herði Felix. „Nei, það held ég nú ekki.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59
Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45