Jeppar og jepplingar meira en helmingur nýrra bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 16:52 Cadillac Escalade er einn þeirra jeppa sem selst vel í Bandaríkjunum um þessar mundir. Í nýliðnum apríl seldust fleiri jeppar og jepplingar en fólksbílar í Bandaríkjunum. Er það í tuttugasta mánuðinn í röð sem jeppar og jepplingar seljast í meira magni en fólksbílar þar. Þessi mikla eftirspurn eftir jeppum og jepplingum hefur orðið til hækkunar verðs á þeim og í ár borga bandarískir kaupendur 9% hærra verð að meðaltali fyrir þá en í fyrra. Sala fólksbíla er svo róleg að víða safnast upp lagerar af þeim, en á meðan rjúka jepparnir og jepplingarnir út. Bandaríkjamenn eru afar sólgnir í bílalán þessa dagana og hefur meðallengd þeirra verið að lengjast mjög undanfarið. Að þessu leiti var sett nýtt met í apríl, því meðallengd lánanna náði 67,8 mánuðum og hefur aldrei verið lengra. Það tekur því að meðaltali ríflega 5 og hálft ár fyrir meðal bandaríkjamanninn að klára að borga af nýjum bíl sínum. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent
Í nýliðnum apríl seldust fleiri jeppar og jepplingar en fólksbílar í Bandaríkjunum. Er það í tuttugasta mánuðinn í röð sem jeppar og jepplingar seljast í meira magni en fólksbílar þar. Þessi mikla eftirspurn eftir jeppum og jepplingum hefur orðið til hækkunar verðs á þeim og í ár borga bandarískir kaupendur 9% hærra verð að meðaltali fyrir þá en í fyrra. Sala fólksbíla er svo róleg að víða safnast upp lagerar af þeim, en á meðan rjúka jepparnir og jepplingarnir út. Bandaríkjamenn eru afar sólgnir í bílalán þessa dagana og hefur meðallengd þeirra verið að lengjast mjög undanfarið. Að þessu leiti var sett nýtt met í apríl, því meðallengd lánanna náði 67,8 mánuðum og hefur aldrei verið lengra. Það tekur því að meðaltali ríflega 5 og hálft ár fyrir meðal bandaríkjamanninn að klára að borga af nýjum bíl sínum.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent