Sjálfakandi bílar í tíðum árekstrum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 14:44 Lexus RX jeppi sem Google notar nú með nýrri sjálfakandi tækni í Kaliforníu. Af þeim 50 bílum sem leyfi hefur fengist fyrir í Kaliforníu hafa 4 þeirra nú þegar lent í árekstri. Þessir bílar hafa einungis verið í umferðinni frá því september. Þetta er mun hærra hlutfall árekstra en í bílum sem eknir eru af fólki. Meðaltalið er 0,3 árekstrar á hverjar 100.000 mílur, en í tilviki þeirra bíla Google sem eru sjálfakandi er það 3 á hverjar 14.000 eknar mílur. Því eru þessir sjálfakandi bílar með 71 sinnum tíðari árekstra en hefbundnir bílar sem ekið er af fólki. Það byrjar því ekkert alltof vel að nota þessa nýju tækni. Meiningin með tilkomu þeirra var ekki bara að spara fólki aksturinn, heldur átti tilkoma þeirra einnig að tryggja öruggari akstur. Það hefur ekki tekist hingað til en vonandi mun framþróun þessarar tækni breytast til batnaðar. Enginn af þessum árekstrum sjálfakandi bíla hefur verið alvarlegur og enginn meiðst alvarlega ennþá. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent
Af þeim 50 bílum sem leyfi hefur fengist fyrir í Kaliforníu hafa 4 þeirra nú þegar lent í árekstri. Þessir bílar hafa einungis verið í umferðinni frá því september. Þetta er mun hærra hlutfall árekstra en í bílum sem eknir eru af fólki. Meðaltalið er 0,3 árekstrar á hverjar 100.000 mílur, en í tilviki þeirra bíla Google sem eru sjálfakandi er það 3 á hverjar 14.000 eknar mílur. Því eru þessir sjálfakandi bílar með 71 sinnum tíðari árekstra en hefbundnir bílar sem ekið er af fólki. Það byrjar því ekkert alltof vel að nota þessa nýju tækni. Meiningin með tilkomu þeirra var ekki bara að spara fólki aksturinn, heldur átti tilkoma þeirra einnig að tryggja öruggari akstur. Það hefur ekki tekist hingað til en vonandi mun framþróun þessarar tækni breytast til batnaðar. Enginn af þessum árekstrum sjálfakandi bíla hefur verið alvarlegur og enginn meiðst alvarlega ennþá.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent