Sport

Badmintonlandsliðið vann fyrsta leikinn í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Badmintonsamband Íslands
Íslenska badmintonlandsliðið vann í morgun sinn fyrsta leik á á Heimsmeistaramóti landsliða, Sudirman Cup, sem er nú í gangi í Kína.

Ísland vann 3-2 sigur á Nígeríu í fyrsta leiknum. Á morgun mætir íslenska liðið  Filippseyjum.

Íslenska liðið tapaði báðum einstaklingsleikjunum á móti nígeríska liðinu en vann tvenndarleikinn og bæði tvíliðaleik karla og tvíliðaleik kvenna.  Rakel Jóhannesdóttir fagnaði sigri í báðum sínum leikjum.

Úrslitin voru annars þannig hjá íslenska landsliðsfólkinu:

Rakel Jóhannesdóttir og Daníel Thomsen spiluðu tvenndarleik gegn Viktor Makanju og Dorcas Ajoke Adesokan og unnu 21-11 og 22-20.

Kári Gunnarsson spilaði einliðaleik gegn Enejoh Abah og tapaði eftir oddalotu 16-21, 21-10 og 15-21.

Margrét Jóhannsdóttir spilaði einliðaleik gegn Grace Gabriel, sem hefur keppt hérlendis á Iceland International. Margrét tapaði 19-21 og 17-21.

Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson mættu Enejoh Abah og Victor Makanju í tvíliðaleik og höfðu betur 25-23 og 21-7.

Tvíliðaleik kvenna léku Rakel Jóhannesdóttir og Margrét Jóhannsdóttir en þær unnu Dorcas Ajoke Adesokan og Grace Gabriel 21-13 og 21-16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×