Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 11:59 Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í héraðsdómi í liðinni viku. vísir/gva Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46
Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32
Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56