„Sjálfsagt og eðlilegt“ að koma áhyggjum Bolvíkinga á framfæri við Bankasýsluna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2015 12:53 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar deildu um það á Alþingi í dag hvort að afskipti fjármálaráðuneytisins af málefnum Sparisjóðs Bolungarvíkur og Sparisjóðs Norðurlands hefðu verið óeðlileg eða ekki. Fram kom í fjölmiðlum í gær að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, teldi að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Guðmundur Árnason, hefði brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við forstjórann síðasta sumar og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni í sameinuðum sparisjóði Bolungarvíkur og Norðurlands. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Fjármálaráðuneytið hafnaði þessum ásökunum með öllu í gær en í skriflegu svari ráðuneytisins til fréttastofu kom fram að fjármálaráðherra hefði viðrað áhyggjur Bolvíkinga af fyrirhugaðri sameiningu við ráðuneytisstjóra og beðið hann um að þeim á framfæri við forstjóra Bankasýslunnar.Afskiptin „sláandi fréttir“ Helgi Hjörvar sagði á þingi í dag að ef umrædd afskipti hefðu átt sér stað væru það „sláandi fréttir“ og spurði fjármálaráðherra hvort þetta væri rétt. Bjarni sagði að í fyrsta lagi kæmi það ekki á óvart að Bankasýslan hefði ýmislegt að athuga við frumvarp þar sem lagt væri til að hún yrði lögð niður. Varðandi samskipti ráðuneytisins við Bankasýsluna um sameiningu sparisjóðanna sagði Bjarni: „Ég get staðfest það sem áður hefur komið fram að það var lýst miklum áhyggjum við mig, persónulega, vegna þess hvernig staðið væri að undirbúningi þeirrar sameiningar. Mér fannst sjálfsagt og eðlilegt að því yrði komið á framfæri við Bankasýsluna.“Engin tilmæli í því að koma upplýsingum á framfæri Fjármálaráðherra sagði svo að það hefðu ekki falist nein tilmæli í því að koma upplýsingunum á framfæri og bætti við: „Menn eru nú komnir býsna langt frá kjördæmum sínum og tengslum við fólkið í landinu ef það er orðið þannig að það er glæpur og brot á lögum að koma sjónarmiðum fólksins í landinu á framfæri við stofnanir okkar.“ Helgi Hjörvar sagðist fagna því að fjármálaráðherra lýsti ábyrgð sinni á umræddum samskiptum ráðuneytisins við Bankasýsluna en sagði þetta þó gera samskiptin margfalt alvarlegri: „Komin langt frá kjördæmum sínum segir hæstvirtur fjármálaráðherra. En hæstvirtur fjármálaráðherra, Bankasýslan var sett til þess að stjórnmálamenn væru ekki að grauta í málefnum fjármálafyrirtækja. [...] Þess vegna eru þetta grafalvarleg afskipti af sjálfstæði Bankasýslunnar og þarf að taka til alvarlegrar umfjöllunar hér í þinginu hvernig ráðherra fer með vald sitt.“Málið stormur í vatnsglasi að mati fjármálaráðherra Bjarni sagði málið ekkert annað en storm í vatnsglasi og sagði með ólíkindum að menn kæmu í ræðustól á Alþingi „til þess að halda því fram í fullri alvöru að menn eigi að vera svo aftengdir því sem er að gerast í stofnunum stjórnsýslunnar að ef menn dirfast að koma á framfæri upplýsingum [...] þá séu menn farnir að brjóta allar reglur og lög.“ Fjármálaráðherra sagði svo að hann hefði aldrei haft einhverjar hugmyndir um stjórnarmenn í sameinuðum sparisjóði og sagðist ekki vita hverjir hefðu verið skipaðir í stjórnina. Alþingi Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Forstjóri Bankasýslunnar varar við frumvarpi fjármálaráðherra Forstjóri Bankasýslunnar segir greinargerð fjármálaráðherra með frumvarpi um að leggja Bankasýsluna niður fulla af rangfærslum og varar við afleiðingum frumvarpsins. 28. maí 2015 19:40 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar deildu um það á Alþingi í dag hvort að afskipti fjármálaráðuneytisins af málefnum Sparisjóðs Bolungarvíkur og Sparisjóðs Norðurlands hefðu verið óeðlileg eða ekki. Fram kom í fjölmiðlum í gær að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, teldi að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Guðmundur Árnason, hefði brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við forstjórann síðasta sumar og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni í sameinuðum sparisjóði Bolungarvíkur og Norðurlands. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Fjármálaráðuneytið hafnaði þessum ásökunum með öllu í gær en í skriflegu svari ráðuneytisins til fréttastofu kom fram að fjármálaráðherra hefði viðrað áhyggjur Bolvíkinga af fyrirhugaðri sameiningu við ráðuneytisstjóra og beðið hann um að þeim á framfæri við forstjóra Bankasýslunnar.Afskiptin „sláandi fréttir“ Helgi Hjörvar sagði á þingi í dag að ef umrædd afskipti hefðu átt sér stað væru það „sláandi fréttir“ og spurði fjármálaráðherra hvort þetta væri rétt. Bjarni sagði að í fyrsta lagi kæmi það ekki á óvart að Bankasýslan hefði ýmislegt að athuga við frumvarp þar sem lagt væri til að hún yrði lögð niður. Varðandi samskipti ráðuneytisins við Bankasýsluna um sameiningu sparisjóðanna sagði Bjarni: „Ég get staðfest það sem áður hefur komið fram að það var lýst miklum áhyggjum við mig, persónulega, vegna þess hvernig staðið væri að undirbúningi þeirrar sameiningar. Mér fannst sjálfsagt og eðlilegt að því yrði komið á framfæri við Bankasýsluna.“Engin tilmæli í því að koma upplýsingum á framfæri Fjármálaráðherra sagði svo að það hefðu ekki falist nein tilmæli í því að koma upplýsingunum á framfæri og bætti við: „Menn eru nú komnir býsna langt frá kjördæmum sínum og tengslum við fólkið í landinu ef það er orðið þannig að það er glæpur og brot á lögum að koma sjónarmiðum fólksins í landinu á framfæri við stofnanir okkar.“ Helgi Hjörvar sagðist fagna því að fjármálaráðherra lýsti ábyrgð sinni á umræddum samskiptum ráðuneytisins við Bankasýsluna en sagði þetta þó gera samskiptin margfalt alvarlegri: „Komin langt frá kjördæmum sínum segir hæstvirtur fjármálaráðherra. En hæstvirtur fjármálaráðherra, Bankasýslan var sett til þess að stjórnmálamenn væru ekki að grauta í málefnum fjármálafyrirtækja. [...] Þess vegna eru þetta grafalvarleg afskipti af sjálfstæði Bankasýslunnar og þarf að taka til alvarlegrar umfjöllunar hér í þinginu hvernig ráðherra fer með vald sitt.“Málið stormur í vatnsglasi að mati fjármálaráðherra Bjarni sagði málið ekkert annað en storm í vatnsglasi og sagði með ólíkindum að menn kæmu í ræðustól á Alþingi „til þess að halda því fram í fullri alvöru að menn eigi að vera svo aftengdir því sem er að gerast í stofnunum stjórnsýslunnar að ef menn dirfast að koma á framfæri upplýsingum [...] þá séu menn farnir að brjóta allar reglur og lög.“ Fjármálaráðherra sagði svo að hann hefði aldrei haft einhverjar hugmyndir um stjórnarmenn í sameinuðum sparisjóði og sagðist ekki vita hverjir hefðu verið skipaðir í stjórnina.
Alþingi Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Forstjóri Bankasýslunnar varar við frumvarpi fjármálaráðherra Forstjóri Bankasýslunnar segir greinargerð fjármálaráðherra með frumvarpi um að leggja Bankasýsluna niður fulla af rangfærslum og varar við afleiðingum frumvarpsins. 28. maí 2015 19:40 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15
Forstjóri Bankasýslunnar varar við frumvarpi fjármálaráðherra Forstjóri Bankasýslunnar segir greinargerð fjármálaráðherra með frumvarpi um að leggja Bankasýsluna niður fulla af rangfærslum og varar við afleiðingum frumvarpsins. 28. maí 2015 19:40
Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31