Íslenski boltinn

Framarar enn án sigurs eftir að skora sjálfsmark í uppbótartíma

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tryggvi Bjarnason og félagar fara ekki vel af stað.
Tryggvi Bjarnason og félagar fara ekki vel af stað. vísir/daníel
Fram byrjar ekki vel í 1. deildinni í fótbolta, en liðið tapaði öðrum leiknum í röð undir stjórn Péturs Péturssonar í kvöld.

Fram þurfti að lúta í gras gegn Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 2-1, þar sem heimamenn unnu dramatískan sigur.

Ernir Bjarnason kom Fram yfir á 40. mínútu, en tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Björgvin Stefánsson metin, 1-1, fyrir Hauka.

Það var svo í uppbótartíma sem Haukarnir tryggðu sér sigurinn, 2-1.

Darri Tryggvason, sem hafði komið inn á sem varamaður, gaf boltann fyrir markið, en hann fór í einn leikmann Fram og þaðan í netið, að því fram kemur í textalýsingu fótbolti.net frá leiknum.

Virkilega svekkjandi fyrir Framara sem eru í 10. sæti deildarinnar með eitt stig eftir fjórar umferðir.

Haukarnir eru á eftir á móti í ágætum málum í sjöunda sæti með sex stig, en lærisveinar Lúksar Kostic eru búnir að vinna báða heimaleikina sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×