Bacca hetja Sevilla í Varsjá | Sjáðu mörkin í úrslitaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2015 18:15 Carlos Bacca er maður kvöldsins. vísir/getty Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3: Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira
Sevilla vann Evrópudeildina annað árið í röð í kvöld þegar liðið lagði Dnipro Dniopropetrovsk, 3-2, í frábærum úrslitaleik. Sannkölluð veisla í Varsjá. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi, en í honum voru skoruð fjögur mörk. Veislan hófst eftir aðeins sjö mínútur þegar Nikola Kalinic kom Dnipro yfir gegn gagni leiksins eftir flotta skyndisókn Úkraínumannanna. Dnipro hefur treyst á sterkan varnarleik og öflugar skyndisóknir í Evrópudeildinni sem skilaði liðinu alla leið í úrslitaleikinn. Pólverjinn Grzegorz Krychowiak jafnaði metin fyrir Sevilla með föstu skoti úr teignum á 28. mínútu eftir smá darraðadans. Fín afgreiðsla hjá Krychowiak sem var á heimavelli, en úrslitaleikurinn fór fram í Varsjá sem fyrr segir. Þremur mínútum síðar fékk Kólumbíumaðurinn Carlos Bacca stungusendingu í gegnum vörnina frá fyrrverandi Arsenal-manninum Juan Antonio Reyes. Bacca, sem skoraði 20 mörk í deildinni og var kominn með fjögur mörk í Evrópudeildinni fyrir kvöldið, lék auðveldlega á Denis Boyko í marki Dnipro og renndi knettinum í netið, 1-2. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því fyrirliði Dnipro, úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Rotan, skoraði beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu, 2-2. Sevilla var áfram mun betra liðið í seinni hálfleik og verðskuldað sigurmark. Það skoraði svo framherjinn Carlos Bacca. Hann tók færið sitt frábærlega eftir aðra stungusendingu á 73. mínútu, 3-2. Bacca var hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en Boyko í markinu varði skalla hans af stuttu færi stórkostlega í horn. Dnipro gerði veika atlögu að marki Sevilla í uppbótartímanum en spænska liðið hélt út og vann sinn fjórða Evrópudeildartitil. Þessi er þó mikilvægari heldur en hinir þrír því nú er það svo að sigurvegari Evrópudeildarinnar fær Meistaradeildarsæti næsta vetur. Það hentar Sevilla vel þar sem liðið endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar.Nikola Kalinic kemur Dnipro í 1-0: Grzegorz Krychowiak jafnar fyrir Sevilla í 1-1: Carlos Bacca kemur Sevilla yfir, 1-2: Rusan Rotan jafnar í 2-2 fyrir Dnipro: Carlos Bacca kemur Sevilla í 2-3:
Evrópudeild UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira