Innlent

Rústirnar í Palmyra eru heilar – Í bili

Samúel Karl Ólason skrifar
Rústirnar í Palmyra voru eitt sinn stærsti ferðamannastaður Sýrlands.
Rústirnar í Palmyra voru eitt sinn stærsti ferðamannastaður Sýrlands. Vísir/AFP
Yfirmaður fornminjastofnunar Sýrlands segir að hinar fornu rústir í Palmyra séu enn í heilu lagi frá því að Íslamska ríkið tók svæðið yfir í síðustu viku. Maamoun Abdulkarim óttast þó að samtökin muni sprengja rústirnar í loft upp. Þar á meðal er fornt hof guðsins Bel.

Íslamska ríkið birti í dag myndband frá rústunum og svo virðist sem að þeir séu að egna alþjóðasamfélaginu.

Sjá einnig: Barist við hlið Palmyra

„Borgin er í fínu ástandi. Það er ekki útlit fyrir að hún hafi orðið fyrir skemmdum,“ sagði Abdukarim við Reuters fréttaveituna.

Á myndbandi sem birtist á netinu í dag má sjá hinar nærri því tvöþúsund ára gömlu rústir yfirgefnar. ISIS hafa áður gjöreyðilagt fornar rústir í Sýrlandi og Írak og óttast er að þeir muni gera slíkt hið sama í Palmyra.


Tengdar fréttir

Óttast um fornminjarnar

Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu á sitt vald hluta bæjarins Palmyra.

Liðsmenn ISIS komnir inn í Palmyra

Palmyra er að finna á heimsminjaskrá UNESCO og er óttast að ISIS-liðar muni vinna skemmdir á eða eyðileggja borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×