Íslenski boltinn

Víkingur og KA með heimasigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ejub sá sína menn vinna 1-0 sigur.
Ejub sá sína menn vinna 1-0 sigur. vísir/vilhelm
Víkingur Ólafsvík og KA unnu góða sigra í síðustu leikjum fyrstu deildar karla í þriðju umferð deildarinnar.

William Dominguez da Silva tryggði Ólsurum sigur á Selfossi fyrir vestan. Eina markið skoraði hann í upphafi síðari hálfleiks, en Víkingur er í þriðja sætinu. Selfoss er í því sjöunda.

KA vann 3-1 sigur á Haukum eftir að hafa lent undir. Björgvin Stefánsson kom Haukum yfir, en mörk frá Ævari Inga, Archange Nkumu og Juraj Grizelj tryggðu KA sigur.

KA er í öðru sætinu með sjö stig eftir sigurinn, en Haukarnir eru í níunda sæti með þrjú stig eftir leikina þrjá sem búnir eru.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá www.urslit.net.

Öll úrslit dagsins og markaskorarar (efstu leikjunum tveimur er nýlokið):

Víkingur Ólafsvík - Selfoss 1-0

1-0 William Dominguez da Silva (47.).

KA - Haukar 3-1

0-1 Björgvin Stefánsson (6.), 1-1 Ævar Ingi Jóhannesson (20.), 2-1 Archange Nkumu (63.), 3-1 Juraj Grizelj (71.).

BÍ/Bolungarvík - Þór 1-3

0-1 Sveinn Elías Jónsson (15.), 0-2 Ármann Pétur Ævarsson (64.), 0-3 Sigurður Marinó Kristjánsson (73.), 1-3 Joseph Thomas Spivack (76.).

HK - Þróttur 0-3

0-1 Alexander Veigar Þórarinsson (7.), 0-2 Viktor Jónsson (20.), 0-3 Oddur Björnsson (53.).

Grindavík - Grótta 2-0

1-0 Tomislav Misura (16.), 2-0 Tomislav Misura (60.).

Fram - Fjarðabyggð 0-1

0-1 Elvar Ingi Vignsson (65.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×