Pape: Erfitt að spila þegar maður nýtur ekki stuðnings þjálfara Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2015 01:37 Pape Mamadou Faye hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Víking. vísir „Kæru vinir mínir og félagar, ég vil fá tækifæri til að útskýra mitt mál eftir allt sem hefur gengið á í dag í fjölmiðlum.“ Svona byrjar Facebook-færsla framherjans Pape Mamadou Faye sem hann skrifaði laust eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Pape er hættur hjá Pepsi-deildar liði Víkings eins og Vísir greindi frá í gærmorgun. Pape tilkynnti þjálfurum og leikmönnum Víkings á æfingu í fyrradag að hann væri hættur og hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Þessi 24 ára gamli framherji kom til Víkings veturinn 2012 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp úr 1. deildinni sumarið 2013. Þá var hann markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi-deildinni í fyrra þegar liðið nældi sér í Evrópusæti í fyrsta sinn í 23 ár.Pape skoraði átta mörk í fyrra.vísir/pjeturEkki metinn fyrir það sem ég geri best „Ég hef upplifað bæði frábæra og erfiða tíma hjá þessu félagi og er ég þakklátur fyrir minn tíma og reynslu hjá Víkingi,“ segir Pape. Hann segist hafa fengið nóg á síðustu vikum og farið á nokkra fundi með þjálfurunun, Ólafi Þórðarsyni og Milosi Milojevic, þar sem hann sagði þeim hvernig honum liði og hvernig honum finndist þeirra aðgerðir ekki hafa gengið upp gagnvart sér. „Ég hef verið að glíma við að spila út úr stöðu og ekki vera metinn fyrir það sem ég geri best. Ég er uppalinn framherji og vill vera metinn fyrir mína frammistöðu og allt sem ég hef gert fyrir félagið,“ segir Pape. „Stundum er bara of erfitt að þola of mikla gagnrýni og vera ekki metinn af þjálfara félagsins. Ég vil meian að ég gaf mig allan fyrir Víking og var tilbúinn að taka þetta tímabil af krafti, en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp. Vona ég að Víkingi gangi vel út tímabilið.“Pape er ekki sáttur með Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic.vísir/andri marinóEkkert sem gat hjálpað mér að þroskast Tímasetningin á þessum tíðindum hefur sætt furðu þar sem Pape er „læstur inni“ í félagaskiptaglugganum til 15. júlí. Hann segir tímasetninguna engu máli skipti. „Ég hef verið að hugsa þetta í smá tíma og ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig. Í fótbolta þarf þér að líða vel til að spila en þegar þú hefur ekki stuðnings þjálfara getur verið erfitt að spila með gleðinni,“ segir Pape. „Ég hef glímt við ástríðuna að spila fótbolta. Undanfarin ár hef ég sýnt þolinmæði á skipulagi þjálfara og félagsins en ég sá ekki neitt sem gat hjálpað mér að þroskast sem leikmaður hjá þessu félagi lengur.“Byrjunin á Facebook-færslunni.mynd/facebookEkki hættur í fótbolta Pape bætir við að hann hafi ætlað að harka af sér og klára tímabilið en hann varð að bregðast við fyrir sjálfan sig og þá biður hann alla þá sem urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðunina afsökunar. „Á sama tíma von ég að þeir geti sýnt minni ákvörðun skilning og því sem ég er að ganga í gegnum. Framhaldið er óljóst eins og staðan er núna en eitt er víst að ég er langt frá því að hætta í fótbolta,“ segir Pape Mamadou Faye. Lokaorðin gefa nokkuð ljóst til kynna að Pape mun reyna komast í annað félag þegar glugginn opnar 15. júlí, en hann er samningsbundinn Víkingum út tímabilið. Hvort hann geri starfslokasamning við Víking á eftir að koma í ljós, en samkvæmt heimildum Vísis hafa mörg félög áhuga á að fá Pape í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Kæru vinir mínir og félagar, ég vil fá tækifæri til að útskýra mitt mál eftir allt sem hefur gengið á í dag í fjölmiðlum.“ Svona byrjar Facebook-færsla framherjans Pape Mamadou Faye sem hann skrifaði laust eftir klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Pape er hættur hjá Pepsi-deildar liði Víkings eins og Vísir greindi frá í gærmorgun. Pape tilkynnti þjálfurum og leikmönnum Víkings á æfingu í fyrradag að hann væri hættur og hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Þessi 24 ára gamli framherji kom til Víkings veturinn 2012 og átti stóran þátt í að koma liðinu upp úr 1. deildinni sumarið 2013. Þá var hann markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi-deildinni í fyrra þegar liðið nældi sér í Evrópusæti í fyrsta sinn í 23 ár.Pape skoraði átta mörk í fyrra.vísir/pjeturEkki metinn fyrir það sem ég geri best „Ég hef upplifað bæði frábæra og erfiða tíma hjá þessu félagi og er ég þakklátur fyrir minn tíma og reynslu hjá Víkingi,“ segir Pape. Hann segist hafa fengið nóg á síðustu vikum og farið á nokkra fundi með þjálfurunun, Ólafi Þórðarsyni og Milosi Milojevic, þar sem hann sagði þeim hvernig honum liði og hvernig honum finndist þeirra aðgerðir ekki hafa gengið upp gagnvart sér. „Ég hef verið að glíma við að spila út úr stöðu og ekki vera metinn fyrir það sem ég geri best. Ég er uppalinn framherji og vill vera metinn fyrir mína frammistöðu og allt sem ég hef gert fyrir félagið,“ segir Pape. „Stundum er bara of erfitt að þola of mikla gagnrýni og vera ekki metinn af þjálfara félagsins. Ég vil meian að ég gaf mig allan fyrir Víking og var tilbúinn að taka þetta tímabil af krafti, en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp. Vona ég að Víkingi gangi vel út tímabilið.“Pape er ekki sáttur með Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic.vísir/andri marinóEkkert sem gat hjálpað mér að þroskast Tímasetningin á þessum tíðindum hefur sætt furðu þar sem Pape er „læstur inni“ í félagaskiptaglugganum til 15. júlí. Hann segir tímasetninguna engu máli skipti. „Ég hef verið að hugsa þetta í smá tíma og ég held að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig. Í fótbolta þarf þér að líða vel til að spila en þegar þú hefur ekki stuðnings þjálfara getur verið erfitt að spila með gleðinni,“ segir Pape. „Ég hef glímt við ástríðuna að spila fótbolta. Undanfarin ár hef ég sýnt þolinmæði á skipulagi þjálfara og félagsins en ég sá ekki neitt sem gat hjálpað mér að þroskast sem leikmaður hjá þessu félagi lengur.“Byrjunin á Facebook-færslunni.mynd/facebookEkki hættur í fótbolta Pape bætir við að hann hafi ætlað að harka af sér og klára tímabilið en hann varð að bregðast við fyrir sjálfan sig og þá biður hann alla þá sem urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðunina afsökunar. „Á sama tíma von ég að þeir geti sýnt minni ákvörðun skilning og því sem ég er að ganga í gegnum. Framhaldið er óljóst eins og staðan er núna en eitt er víst að ég er langt frá því að hætta í fótbolta,“ segir Pape Mamadou Faye. Lokaorðin gefa nokkuð ljóst til kynna að Pape mun reyna komast í annað félag þegar glugginn opnar 15. júlí, en hann er samningsbundinn Víkingum út tímabilið. Hvort hann geri starfslokasamning við Víking á eftir að koma í ljós, en samkvæmt heimildum Vísis hafa mörg félög áhuga á að fá Pape í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira