Íslenski boltinn

Þróttur skellti HK | Fram tapaði í fyrsta leik Péturs í deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gregg Ryder og lærisveinar hans í Þrótti byrja vel.
Gregg Ryder og lærisveinar hans í Þrótti byrja vel. Mynd/daníel
Fjórum leikjum af sex er lokið í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Þróttur skellti HK, Þór vann lánlaust lið BÍ/Bolungarvíkur og Fjaðrðabyggð og Grindavík unnu sína leiki.

Joseph Spivack skoraði fyrsta mark BÍ/Bolungarvík í fyrstu deildinni 2015, en hann skoraði markið í 3-1 tapi gegn Þór á heimavelli. Þetta var annar sigur Þórsara í röð, en Skástrikið er á botninum.

Þróttur skellti HK í stærsta leik umferðarinnnar, en staðan var 2-0 Þrótturum í vil í hálfleik. Þeir eru með fullt hús stiga á toppnum, en HK er með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Grindavík nældi sér í sín fyrstu stig í fyrstu deild karla með tveimur mörkum frá Tomislav Misura. Grinadvík með þrjú stig eftir leikina þrjá, en Grótta með eitt.

Elvar Ingi Vignisson tryggði Fjarðabyggð sigur á Fram, en markið skoraði hann eftir frábæran undirbúning Brynjars Jónassonar. Fjarðabyggð er með sex stig í öðru sæti, en Fram er í tíunda sætinu með eitt stig. Þetta var fyrsti leikur Fram undir stjórn Péturs Péturssonar í deildinni.

Hluti úrslita og markaskorara eru fengnir frá úrslit.net.

Öll úrslit og markaskorar dagsins:

BÍ/Bolungarvík - Þór 1-3

0-1 Sveinn Elías Jónsson (15.), 0-2 Ármann Pétur Ævarsson (64.), 0-3 Sigurður Marinó Kristjánsson (73.), 1-3 Joseph Thomas Spivack (76.).

HK - Þróttur 0-3

0-1 Alexander Veigar Þórarinsson (7.), 0-2 Viktor Jónsson (20.), 0-3 Oddur Björnsson (53.).

Grindavík - Grótta 2-0

1-0 Tomislav Misura (16.), 2-0 Tomislav Misura (60.).

Fram - Fjarðabyggð 0-1

0-1 Elvar Ingi Vignsson (65.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×