Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2015 17:30 "Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. Meiri launahækkanir myndu að jafnaði leiða til hærri verðbólgu. Breytingar á tekjuskiptingu milli hópa þurfa þó ekki að hafa slík áhrif, samkvæmt samantekt ráðuneytisins. „Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál sem unnin er út frá greiningu Seðlabankans á nokkrum sviðsmyndum kjarasamninga. Grunnviðmið samantektarinnar er opinbert tilboð Samtaka atvinnulífsins sem felur í sér 6 prósenta launahækkun á 2. og 3. ársfjórðungi 2015, 4,5 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2016 og 3,0 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2017, til viðbótar 1,5 prósent launaskriði á ári. Í samantektinni kemur fram að þrátt fyrir að launavísitala hafi hækkað um rúm 6 prósent á ári frá 1990 hafi vísitala kaupmáttar launa ekki hækkað nema um 1,3 prósent að meðaltali á ári. Samkvæmt tilboði SA segir ráðuneytið að muni verðbólga hækka vel umfram markmið Seðlabankans. Við slíkar aðstæður yrðu vextir hækkaðir og fjárfesting myndi minnka. „Krónan styrkist í fyrstu en veikist í kjölfarið, atvinnuleysi eykst eða vinnutími styttist og hagvöxtur verður minni en ella. Svigrúm ríkissjóðs til sértækra aðgerða til að liðka fyrir samningum við slíkar aðstæður er lítið.“ Seðlabankinn segir að áhrif tilboðs SA myndu valda því að vextir verði þremur prósentum hærri en ella árið 2015 og nærri fjórum prósentum hærri árið 2016. Virkir stýrivextir gætu því þá verið að minnsta kosti tvöfalt hærri en þeir eru í dag. Það er yfir níu prósent. Ráðuneytið segir að launahækkanir sem samræmist efnahagslegum stöðugleika gæfu ríkissjóði fjárhagslegt svigrúm til þess að koma til móts við þá hópa sem þurfi mest á stuðningi að halda. Þar að auki myndi skapast svigrúm til þess að örva vaxtargetu hagkerfisins. Þá myndu slíkar launahækkanir gefa tilefni til lægri vaxta en ella. Verkfall 2016 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. Meiri launahækkanir myndu að jafnaði leiða til hærri verðbólgu. Breytingar á tekjuskiptingu milli hópa þurfa þó ekki að hafa slík áhrif, samkvæmt samantekt ráðuneytisins. „Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál sem unnin er út frá greiningu Seðlabankans á nokkrum sviðsmyndum kjarasamninga. Grunnviðmið samantektarinnar er opinbert tilboð Samtaka atvinnulífsins sem felur í sér 6 prósenta launahækkun á 2. og 3. ársfjórðungi 2015, 4,5 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2016 og 3,0 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2017, til viðbótar 1,5 prósent launaskriði á ári. Í samantektinni kemur fram að þrátt fyrir að launavísitala hafi hækkað um rúm 6 prósent á ári frá 1990 hafi vísitala kaupmáttar launa ekki hækkað nema um 1,3 prósent að meðaltali á ári. Samkvæmt tilboði SA segir ráðuneytið að muni verðbólga hækka vel umfram markmið Seðlabankans. Við slíkar aðstæður yrðu vextir hækkaðir og fjárfesting myndi minnka. „Krónan styrkist í fyrstu en veikist í kjölfarið, atvinnuleysi eykst eða vinnutími styttist og hagvöxtur verður minni en ella. Svigrúm ríkissjóðs til sértækra aðgerða til að liðka fyrir samningum við slíkar aðstæður er lítið.“ Seðlabankinn segir að áhrif tilboðs SA myndu valda því að vextir verði þremur prósentum hærri en ella árið 2015 og nærri fjórum prósentum hærri árið 2016. Virkir stýrivextir gætu því þá verið að minnsta kosti tvöfalt hærri en þeir eru í dag. Það er yfir níu prósent. Ráðuneytið segir að launahækkanir sem samræmist efnahagslegum stöðugleika gæfu ríkissjóði fjárhagslegt svigrúm til þess að koma til móts við þá hópa sem þurfi mest á stuðningi að halda. Þar að auki myndi skapast svigrúm til þess að örva vaxtargetu hagkerfisins. Þá myndu slíkar launahækkanir gefa tilefni til lægri vaxta en ella.
Verkfall 2016 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira