Telur sérstakan saksóknara hafa brugðist rannsóknarskyldu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. maí 2015 17:07 Pétur Kristinn, lengst til hægri, ásamt Vífil Harðarsyni, verjanda sínum, og Bjarna Aðalgeirssyni við aðalmeðferð málsins. vísir/gva Verjandi Péturs Kristins Guðmarssonar, Vífill Harðarson, fór hörðum orðum um málatilbúnað sérstaks saksóknara í málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Pétur Kristinn var starfsmaður eigin viðskipta bankans og er ákærður fyrir markaðsmisnotkun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi á ellefu mánaða tímabili fyrir hrunið í október 2008. Á Pétur Kristinn að hafa gert þetta að undirlagi stjórnenda í bankanum og vill saksóknari meina að kaupin hafi verið gerð með það að markmiði að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna.Framsetning tölfræðiupplýsinga í ákæru ekki hafin yfir vafaVífill sagði í ræðu sinni í dag ákæruvaldið hafi bæði brugðist rannsóknarskyldu sinni sem og hlutlægnisskyldu. Sagði verjandinn að til að sakfella mætti fyrir markaðsmisnotkun yrði það að vera hafið yfir allan vafa að háttsemin félli undir verknaðarlýsingu sem finna má í a og b-lið 117. greinar laga um verðbréfaviðskipti. Eru það þau ákvæði sem ákært er fyrir í málinu. Sagði verjandinn saksóknara ekki hafa reynt að útskýra hvernig háttsemi ákærðu félli undir verknaðarlýsinguna. Verknaðarlýsingin í ákærunni væri takmörkuð og þar væru settar fram runur af tölfræðiupplýsingum en framsetning þeirra upplýsinga væri ekki hafin yfir vafa. Þar að auki hafi öllum verið kunnugt um þá háttsemi eigin viðskipta að kaupa mikið magn af eigin bréfum, eitthvað sem nú eigi að vera refsivert. Ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á hvað hafi verið venjulegt fyrst að viðskiptin með hlutabréfin í Kaupþingi hafi verið óvenjuleg.„Íslenskt bankakerfi er einstakt”Þá fór Vífill yfir það hvernig starfsemi eigin viðskipta Kaupþings væri ekki sett í neitt stærra samhengi í málatilbúnaði ákæruvaldsins. Horfa yrði til mun fleiri þátta en saksóknari gerði og gagnrýndi hann, líkt og fleiri verjendur hafa gert, að sjálfvirk pörunarviðskipti væru tekin ein út og ekkert fjallað um utanþingsviðskipti á kauphliðinni. Þar að auki væru fjölmargir aðrir þættir sem hefðu áhrif á verðþróun á hlutabréfa en bara sjálfvirk pörunarviðskipti sem starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings áttu. Nefndi Vífill meðal annars skýrslur greiningaraðila, þróun á erlendum mörkuðum, gengi gjaldmiðla og sem og fréttir af markaðnum. Sýndi verjandinn af því tilefni nokkrar gamlar fréttir frá því herrans ári 2007 og frá upphafi árs 2008. Voru fyrirsagnirnar flestar á einn veg: „Íslenskt bankakerfi er einstakt.” Háttsemi annarra á markaði hafi einnig getað haft mikil áhrif á verðið eins og gerðist til dæmis þegar Al Thani keypti 5% hlut í bankanum. Þá hækkaði hlutabréfaverð í Kaupþingi verulega.„Hvaða gengi áttu ákærðu að passa og af hverju?”Sagði Vífill það „ótrúlegt” að saksóknari setti hlutina ekki í víðara samhengi. Hann hafi til að mynda ekki skoðað hvort að hlutabréfaverðið í Kaupþingi hafi verið óeðlilegt miðað við rekstur bankans eða hvernig ákærutímabilið væri í samanburði við önnur tímabil á undan. Þá gerði verjandinn einnig að umtalsefni hið svokallaða verðgólf sem saksóknari segir að starfsmenn eigin viðskipta hafi myndað með háttsemi sinni. „Saksóknari hefur ekki útskýrt hvað mörk það voru sem starfsmenn voru að passa að verðið færi ekki niður fyrir. Það er ekki útskýrt eða reynt að leiða líkum að því hvað var verið að reyna að koma í veg fyrir og þetta er ekki útskýrt með tilliti til þeirrar heildarháttsemi sem ákæran byggir á,” sagði Vífill. Hann bætti svo við að ef að menn gæfu sér að stjórnendur hafi viljað mynda verðgólf þá væri ekkert sem benti til þess að starfsmenn eigin viðskipta hafi vitað að svo væri. Þeir höfðu enga ástæðu til að ætla annað en að það væru viðskiptalegar forsendur að baki hlutabréfakaupunum í Kaupþingi. „Hvaða gengi áttu ákærðu að vera að passa og af hverju? Það er ekkert fjallað um það af hálfu ákæruvaldsins.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Bauð upp á leikinn „Finnið fimm villur“ í dómsal Verjandi Einars Pálma Sigmundssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, fór fram á að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður af kröfum í markaðsmisnotkunarmálinu. 21. maí 2015 13:14 „Gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann” Verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður "á gólfinu” í eigin viðskiptum Kaupþings, segir hann nú þegar hafa tekið út mjög mikla refsingu í markaðsmisnotkunarmálinu. 20. maí 2015 19:00 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Verjandi Péturs Kristins Guðmarssonar, Vífill Harðarson, fór hörðum orðum um málatilbúnað sérstaks saksóknara í málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. Pétur Kristinn var starfsmaður eigin viðskipta bankans og er ákærður fyrir markaðsmisnotkun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi á ellefu mánaða tímabili fyrir hrunið í október 2008. Á Pétur Kristinn að hafa gert þetta að undirlagi stjórnenda í bankanum og vill saksóknari meina að kaupin hafi verið gerð með það að markmiði að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna.Framsetning tölfræðiupplýsinga í ákæru ekki hafin yfir vafaVífill sagði í ræðu sinni í dag ákæruvaldið hafi bæði brugðist rannsóknarskyldu sinni sem og hlutlægnisskyldu. Sagði verjandinn að til að sakfella mætti fyrir markaðsmisnotkun yrði það að vera hafið yfir allan vafa að háttsemin félli undir verknaðarlýsingu sem finna má í a og b-lið 117. greinar laga um verðbréfaviðskipti. Eru það þau ákvæði sem ákært er fyrir í málinu. Sagði verjandinn saksóknara ekki hafa reynt að útskýra hvernig háttsemi ákærðu félli undir verknaðarlýsinguna. Verknaðarlýsingin í ákærunni væri takmörkuð og þar væru settar fram runur af tölfræðiupplýsingum en framsetning þeirra upplýsinga væri ekki hafin yfir vafa. Þar að auki hafi öllum verið kunnugt um þá háttsemi eigin viðskipta að kaupa mikið magn af eigin bréfum, eitthvað sem nú eigi að vera refsivert. Ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á hvað hafi verið venjulegt fyrst að viðskiptin með hlutabréfin í Kaupþingi hafi verið óvenjuleg.„Íslenskt bankakerfi er einstakt”Þá fór Vífill yfir það hvernig starfsemi eigin viðskipta Kaupþings væri ekki sett í neitt stærra samhengi í málatilbúnaði ákæruvaldsins. Horfa yrði til mun fleiri þátta en saksóknari gerði og gagnrýndi hann, líkt og fleiri verjendur hafa gert, að sjálfvirk pörunarviðskipti væru tekin ein út og ekkert fjallað um utanþingsviðskipti á kauphliðinni. Þar að auki væru fjölmargir aðrir þættir sem hefðu áhrif á verðþróun á hlutabréfa en bara sjálfvirk pörunarviðskipti sem starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings áttu. Nefndi Vífill meðal annars skýrslur greiningaraðila, þróun á erlendum mörkuðum, gengi gjaldmiðla og sem og fréttir af markaðnum. Sýndi verjandinn af því tilefni nokkrar gamlar fréttir frá því herrans ári 2007 og frá upphafi árs 2008. Voru fyrirsagnirnar flestar á einn veg: „Íslenskt bankakerfi er einstakt.” Háttsemi annarra á markaði hafi einnig getað haft mikil áhrif á verðið eins og gerðist til dæmis þegar Al Thani keypti 5% hlut í bankanum. Þá hækkaði hlutabréfaverð í Kaupþingi verulega.„Hvaða gengi áttu ákærðu að passa og af hverju?”Sagði Vífill það „ótrúlegt” að saksóknari setti hlutina ekki í víðara samhengi. Hann hafi til að mynda ekki skoðað hvort að hlutabréfaverðið í Kaupþingi hafi verið óeðlilegt miðað við rekstur bankans eða hvernig ákærutímabilið væri í samanburði við önnur tímabil á undan. Þá gerði verjandinn einnig að umtalsefni hið svokallaða verðgólf sem saksóknari segir að starfsmenn eigin viðskipta hafi myndað með háttsemi sinni. „Saksóknari hefur ekki útskýrt hvað mörk það voru sem starfsmenn voru að passa að verðið færi ekki niður fyrir. Það er ekki útskýrt eða reynt að leiða líkum að því hvað var verið að reyna að koma í veg fyrir og þetta er ekki útskýrt með tilliti til þeirrar heildarháttsemi sem ákæran byggir á,” sagði Vífill. Hann bætti svo við að ef að menn gæfu sér að stjórnendur hafi viljað mynda verðgólf þá væri ekkert sem benti til þess að starfsmenn eigin viðskipta hafi vitað að svo væri. Þeir höfðu enga ástæðu til að ætla annað en að það væru viðskiptalegar forsendur að baki hlutabréfakaupunum í Kaupþingi. „Hvaða gengi áttu ákærðu að vera að passa og af hverju? Það er ekkert fjallað um það af hálfu ákæruvaldsins.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Bauð upp á leikinn „Finnið fimm villur“ í dómsal Verjandi Einars Pálma Sigmundssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, fór fram á að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður af kröfum í markaðsmisnotkunarmálinu. 21. maí 2015 13:14 „Gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann” Verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður "á gólfinu” í eigin viðskiptum Kaupþings, segir hann nú þegar hafa tekið út mjög mikla refsingu í markaðsmisnotkunarmálinu. 20. maí 2015 19:00 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Bauð upp á leikinn „Finnið fimm villur“ í dómsal Verjandi Einars Pálma Sigmundssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, fór fram á að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður af kröfum í markaðsmisnotkunarmálinu. 21. maí 2015 13:14
„Gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann” Verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður "á gólfinu” í eigin viðskiptum Kaupþings, segir hann nú þegar hafa tekið út mjög mikla refsingu í markaðsmisnotkunarmálinu. 20. maí 2015 19:00
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46
Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07