„Kröfugerðir auka ekki ójöfnuð“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2015 13:55 Vísir/VIlhelm „Í umræðunni þessa dagana er mikið rætt um áhrif kröfugerða stéttarfélaganna á atvinnuleysi og jöfnuð í samfélaginu. Því hefur verið haldið fram að um þriðjungi fleiri gætu misst vinnuna nú en í hruninu.“ Þetta skrifar Viðar Ingason, hagfræðingur, á vef VR. Hann segir að á árunum 2003 til 2007 hafi að jafnaði verið 4.800 atvinnulausir í hverjum mánuði, en í nóvember árið 2010 hafi 16.500 verið án atvinnu og hafi þeir aldrei verið fleiri. Því megi áætla gróflega að um 11.700 manns hafi misst vinnuna við fall fjármálakerfisins. „Nú halda sumir því fram að allt að 16.000 manns gætu misst vinnuna – eingöngu vegna launahækkana. Þá hefur því einnig verið haldið fram að ójöfnuður muni aukast gangi kröfur verkalýðsfélaganna eftir - þrátt fyrir að flest félögin krefjast sérstakrar hækkunar lágmarkslauna.“ Hann segir að þeir sem haldi því fram að kröfugerðirnar muni draga úr jöfnuði bendi á þeir tekjulægri séu berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en aðrir. Gangi kröfur félaganna eftir muni verðbólga aukast, þ.e. neysluvörur muni hækka í verði sem komi þeim tekjulægstu verst. „Mæling á jöfnuði hefur hins vegar ekkert með neyslu að gera. Jöfnuður mælir hvernig heildartekjum í hagkerfinu er skipt milli tekjuhópa. Gini stuðullinn er almennt notaður við útreikninga á tekjujöfnuði og þar kemur neysla hvergi við sögu.“ Þar að auki bendir Viðar á að í Kröfugerð VR, og flestra annarra verkalýðsfélaga, sé farið fram á hækkun lægstu launa og millitekjuhópurinn sé varinn. „Kröfugerðirnar hvetja þannig til aukins jafnaðar, ekki minni. Þó hækkun lægstu launa færi upp allan launastigann, myndi jöfnuður í það minnsta haldast í því sem hann er í dag, en ekki minnka.“ Daði segir einnig að síðustu 25 árin megi finna nokkur tímabil þar sem laun hafi hækkað mikið milli ársfjórðunga. Í öll skiptin hafi atvinnuleysi verið minna ári seinna. Því hefur verið haldið fram allt að 16 þúsund manns gætu misst vinnuna gangi kröfur verkalýðshreyfingarinnar eftir. „Tölur sýna að atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt frá ársbyrjun svo á þeim hraða sem atvinnuleysi 2011. Atvinnuleysi hélt áfram að lækka eftir samningana 2011, þrátt fyrir að þeir séu almennt taldir hafa gengið of langt. Engin breyting var minnkaði eftir samningana 2014, en margir hafa haldið því fram að þeir samningar hafi stuðlað að lækkun atvinnuleysis.“ „Þær staðreyndir sem ég hef bent á hér eru í mikilli andstöðu við það sem haldið hefur verið fram í umræðunni undanfarnar vikur. Kröfugerðir VR og LÍV auka ekki ójöfnuð eða atvinnuleysi.“ Verkfall 2016 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
„Í umræðunni þessa dagana er mikið rætt um áhrif kröfugerða stéttarfélaganna á atvinnuleysi og jöfnuð í samfélaginu. Því hefur verið haldið fram að um þriðjungi fleiri gætu misst vinnuna nú en í hruninu.“ Þetta skrifar Viðar Ingason, hagfræðingur, á vef VR. Hann segir að á árunum 2003 til 2007 hafi að jafnaði verið 4.800 atvinnulausir í hverjum mánuði, en í nóvember árið 2010 hafi 16.500 verið án atvinnu og hafi þeir aldrei verið fleiri. Því megi áætla gróflega að um 11.700 manns hafi misst vinnuna við fall fjármálakerfisins. „Nú halda sumir því fram að allt að 16.000 manns gætu misst vinnuna – eingöngu vegna launahækkana. Þá hefur því einnig verið haldið fram að ójöfnuður muni aukast gangi kröfur verkalýðsfélaganna eftir - þrátt fyrir að flest félögin krefjast sérstakrar hækkunar lágmarkslauna.“ Hann segir að þeir sem haldi því fram að kröfugerðirnar muni draga úr jöfnuði bendi á þeir tekjulægri séu berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en aðrir. Gangi kröfur félaganna eftir muni verðbólga aukast, þ.e. neysluvörur muni hækka í verði sem komi þeim tekjulægstu verst. „Mæling á jöfnuði hefur hins vegar ekkert með neyslu að gera. Jöfnuður mælir hvernig heildartekjum í hagkerfinu er skipt milli tekjuhópa. Gini stuðullinn er almennt notaður við útreikninga á tekjujöfnuði og þar kemur neysla hvergi við sögu.“ Þar að auki bendir Viðar á að í Kröfugerð VR, og flestra annarra verkalýðsfélaga, sé farið fram á hækkun lægstu launa og millitekjuhópurinn sé varinn. „Kröfugerðirnar hvetja þannig til aukins jafnaðar, ekki minni. Þó hækkun lægstu launa færi upp allan launastigann, myndi jöfnuður í það minnsta haldast í því sem hann er í dag, en ekki minnka.“ Daði segir einnig að síðustu 25 árin megi finna nokkur tímabil þar sem laun hafi hækkað mikið milli ársfjórðunga. Í öll skiptin hafi atvinnuleysi verið minna ári seinna. Því hefur verið haldið fram allt að 16 þúsund manns gætu misst vinnuna gangi kröfur verkalýðshreyfingarinnar eftir. „Tölur sýna að atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt frá ársbyrjun svo á þeim hraða sem atvinnuleysi 2011. Atvinnuleysi hélt áfram að lækka eftir samningana 2011, þrátt fyrir að þeir séu almennt taldir hafa gengið of langt. Engin breyting var minnkaði eftir samningana 2014, en margir hafa haldið því fram að þeir samningar hafi stuðlað að lækkun atvinnuleysis.“ „Þær staðreyndir sem ég hef bent á hér eru í mikilli andstöðu við það sem haldið hefur verið fram í umræðunni undanfarnar vikur. Kröfugerðir VR og LÍV auka ekki ójöfnuð eða atvinnuleysi.“
Verkfall 2016 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent