Handbolti

Kiel slapp með skrekkinn

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. vísir/getty
Kiel steig enn eitt skrefið í átt að titlinum í Þýskalandi í kvöld er liðið marði sigur gegn Minden.

Kiel vann eins marks heimasigur, 24-23, gegn baráttuglöðu liði Minden. Liðið þarf því aðeins að vinna annan af tveimur síðustu leikjum sínum til að tryggja sér titilinn.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel í kvöld og gaf tvær stoðsendingar.

Rhein-Neckar Löwen gerir sitt besta til þess að halda pressunni á Kiel en liðið vann Balingen stórt, 36-25. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen sem er tveim stigum á eftir Kiel.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer sem lagði Hamburg, 35-30. Björgvin Páll var öflugur í marki Bergischer og varði 16 skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×