Borgaði 46 milljónir til að veiða nashyrning í útrýmingarhættu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2015 13:03 Svartur nashyrningur. Vísir/AFP Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra. Namibía Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra.
Namibía Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira