Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 14:11 Rúnar á æfingunni í morgun. vísir/valli „Það er virkilega gaman að vera kominn heim og stoltur og ánægður að vera í landsliðinu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár en gerir hann sér vonir um að spila eitthvað á föstudaginn? „Ég er ekki með neinar kröfur en ég er ekki kominn hingað til að dást að frábærum leikmönnum landsliðsins. Ef þjálfararnir gefa mér mínútur er ég tilbúinn að spila.“ Rúnar leikur með GIF Sundsvall í Svíþjóð og hefur gert síðan 2013. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra og er sem stendur í 13. sæti deildarinnar. „Við byrjuðum mjög vel og höluðum inn fullt af stigum, sérstaklega á heimavelli, en það hefur gengið illa að undanförnu. Við spilum flottan fótbolta en við náum ekki að skora. „En ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við föllum ekkert, við erum nógu góðir til að halda okkur uppi. Þegar þetta fer loksins að falla með okkur förum við að halda inn stig,“ sagði Rúnar en hvernig hefur honum gengið persónulega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. „Nokkuð vel. Ég var meiddur allt undirbúningstímabilið og var klár rétt fyrir fyrsta leik. Ég er ekki i eins góðu formi og ég hefði viljað vera í en finn að ég verð betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Rúnar sem hefur hug á því að spila með sterkara liði í framtíðinni. „Ég vonast eftir að geta farið eftir þetta ár. En það eru margir sem eru að renna út á samning þannig að það er mikil óvissa hjá félaginu. En eins og staðan er núna lítur þetta ekkert alltof vel út, það gengur illa að semja við leikmenn. „Ég vonast til að standa mig, haldast heill og verða vonandi seldur eftir tímabilið. En eitt ár í viðbót í Sundsvall er ekkert hræðilegt,“ sagði Rúnar að endingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
„Það er virkilega gaman að vera kominn heim og stoltur og ánægður að vera í landsliðinu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár en gerir hann sér vonir um að spila eitthvað á föstudaginn? „Ég er ekki með neinar kröfur en ég er ekki kominn hingað til að dást að frábærum leikmönnum landsliðsins. Ef þjálfararnir gefa mér mínútur er ég tilbúinn að spila.“ Rúnar leikur með GIF Sundsvall í Svíþjóð og hefur gert síðan 2013. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra og er sem stendur í 13. sæti deildarinnar. „Við byrjuðum mjög vel og höluðum inn fullt af stigum, sérstaklega á heimavelli, en það hefur gengið illa að undanförnu. Við spilum flottan fótbolta en við náum ekki að skora. „En ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við föllum ekkert, við erum nógu góðir til að halda okkur uppi. Þegar þetta fer loksins að falla með okkur förum við að halda inn stig,“ sagði Rúnar en hvernig hefur honum gengið persónulega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. „Nokkuð vel. Ég var meiddur allt undirbúningstímabilið og var klár rétt fyrir fyrsta leik. Ég er ekki i eins góðu formi og ég hefði viljað vera í en finn að ég verð betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Rúnar sem hefur hug á því að spila með sterkara liði í framtíðinni. „Ég vonast eftir að geta farið eftir þetta ár. En það eru margir sem eru að renna út á samning þannig að það er mikil óvissa hjá félaginu. En eins og staðan er núna lítur þetta ekkert alltof vel út, það gengur illa að semja við leikmenn. „Ég vonast til að standa mig, haldast heill og verða vonandi seldur eftir tímabilið. En eitt ár í viðbót í Sundsvall er ekkert hræðilegt,“ sagði Rúnar að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50