Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 12:19 Eiður Smári Guðjohnsen var eftirsóttur af fjölmiðlum í morgun. vísir/valli Eiður Smári Guðjohnsen var mættur á æfingu íslenska landsliðsins í morgun, en strákarnir okkar mæta Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Eiður kom af krafti inn í íslenska liðið á ný þegar strákarnir unnu Kasakstan í lok mars, en þar skoraði Eiður sitt 25. landsliðsmark. Hann hætti við að leggja skóna á hilluna síðasta sumar og gekk í raðir Bolton í ensku B-deildinni, en síðasta ár hefur verið nokkuð gott hjá honum. Eiður byrjaði að spila aftur og sló í gegn hjá Bolton þar sem hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum. Þá eignaðist hann sitt fjórða barn nýverið.Eigum að stefna hærra „Þetta hefur verið gott í fótboltanum miðað við hvernig staðan var fyrir ári síðan. Þá var ekki vitað hvert þetta myndi stefna,“ sagði Eiður Smári við íþróttadeild í morgun. „Miðað við að koma til Bolton í lok desember var þetta gott. Ég spilaði fullt af leikjum sem var mjög fínt,“ sagði Eiður sem verður að öllum líkindum áfram hjá liðinu. Bolton var í miklum vandræðum við botn deildarinnar þegar Eiður kom, en það sigldi upp töfluna eftir að Eiður gekk í raðir liðsins. „Það var fínt að halda okkur uppi en stefnan hjá Bolton ætti að vera meiri en að halda okkur bara uppi í B-deildinni,“ sagði Eiður.Aðeins of langt á milli leikja Eiður er í fínu formi og spenntur fyrir leiknum á föstudaginn, en hann viðurkennir þó að standið gæti verið betra. „Standið er fínt, en tímasetningin á leiknum er ekki alveg sú besta þar sem deildin kláraðist annan maí, fyrir rúmum mánuði síðan,“ sagði Eiður sem er þó klár í slaginn. „Ég tók smá hvíld fyrstu dagana eftir tímabilið til að hlaða batteríin og kom mér svo af stað aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var mættur á æfingu íslenska landsliðsins í morgun, en strákarnir okkar mæta Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Eiður kom af krafti inn í íslenska liðið á ný þegar strákarnir unnu Kasakstan í lok mars, en þar skoraði Eiður sitt 25. landsliðsmark. Hann hætti við að leggja skóna á hilluna síðasta sumar og gekk í raðir Bolton í ensku B-deildinni, en síðasta ár hefur verið nokkuð gott hjá honum. Eiður byrjaði að spila aftur og sló í gegn hjá Bolton þar sem hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum. Þá eignaðist hann sitt fjórða barn nýverið.Eigum að stefna hærra „Þetta hefur verið gott í fótboltanum miðað við hvernig staðan var fyrir ári síðan. Þá var ekki vitað hvert þetta myndi stefna,“ sagði Eiður Smári við íþróttadeild í morgun. „Miðað við að koma til Bolton í lok desember var þetta gott. Ég spilaði fullt af leikjum sem var mjög fínt,“ sagði Eiður sem verður að öllum líkindum áfram hjá liðinu. Bolton var í miklum vandræðum við botn deildarinnar þegar Eiður kom, en það sigldi upp töfluna eftir að Eiður gekk í raðir liðsins. „Það var fínt að halda okkur uppi en stefnan hjá Bolton ætti að vera meiri en að halda okkur bara uppi í B-deildinni,“ sagði Eiður.Aðeins of langt á milli leikja Eiður er í fínu formi og spenntur fyrir leiknum á föstudaginn, en hann viðurkennir þó að standið gæti verið betra. „Standið er fínt, en tímasetningin á leiknum er ekki alveg sú besta þar sem deildin kláraðist annan maí, fyrir rúmum mánuði síðan,“ sagði Eiður sem er þó klár í slaginn. „Ég tók smá hvíld fyrstu dagana eftir tímabilið til að hlaða batteríin og kom mér svo af stað aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50