Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 11:49 Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad. vísir/valli Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands, var léttur í bragði þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalnum í morgun. Fyrir höndum er mikilvægur leikur gegn Tékklandi á föstudagskvöldið í undankeppni EM 2016, en þrjú stig þar færir strákana okkar nær Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. „Brjálæðið er að byrja og það er gaman að taka þátt í þessu. Maður er í fótbolta fyrir svona vikur og svona leiki,“ segir Alfreð við Vísi.Vildi meira hjá Real Alfreð er nýbúinn að klára sína fyrstu leiktíð með Real Sociedad á Spáni. Þar var hann mikið á bekknum, en framherjinn spilaði í heildina 25 deildarleiki og skoraði tvö mörk. Hann var aðeins sex sinnum í byrjunarliðinu. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál. Ég náttúrlega lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann,“ segir Alfreð. „Ég var að spila í bestu deild í heimi og kom á alla þessu nýju velli á móti frábærum leikmönnum. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið.“Ekki á útleið Strax eftir tímabilið var Alfreð orðaður við brottför frá Baskalandi, en Roberto Martínez er sagður áhugasamur um að fá hann til liðs við Everton á láni. „Maður er orðinn vanur því, eins og í Hollandi, að það er alltaf verið að orða mann við einhver lið. Ég tek því með miklum fyrirvara og er ekkert að stressa mig á því,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir fá tækifæri á síðustu leiktíð er ekkert fararsnið á Alfreð sem vill bara sanna sig hjá Real Socidad. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég ætla bara fara þarna á undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands, var léttur í bragði þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalnum í morgun. Fyrir höndum er mikilvægur leikur gegn Tékklandi á föstudagskvöldið í undankeppni EM 2016, en þrjú stig þar færir strákana okkar nær Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. „Brjálæðið er að byrja og það er gaman að taka þátt í þessu. Maður er í fótbolta fyrir svona vikur og svona leiki,“ segir Alfreð við Vísi.Vildi meira hjá Real Alfreð er nýbúinn að klára sína fyrstu leiktíð með Real Sociedad á Spáni. Þar var hann mikið á bekknum, en framherjinn spilaði í heildina 25 deildarleiki og skoraði tvö mörk. Hann var aðeins sex sinnum í byrjunarliðinu. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál. Ég náttúrlega lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann,“ segir Alfreð. „Ég var að spila í bestu deild í heimi og kom á alla þessu nýju velli á móti frábærum leikmönnum. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið.“Ekki á útleið Strax eftir tímabilið var Alfreð orðaður við brottför frá Baskalandi, en Roberto Martínez er sagður áhugasamur um að fá hann til liðs við Everton á láni. „Maður er orðinn vanur því, eins og í Hollandi, að það er alltaf verið að orða mann við einhver lið. Ég tek því með miklum fyrirvara og er ekkert að stressa mig á því,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir fá tækifæri á síðustu leiktíð er ekkert fararsnið á Alfreð sem vill bara sanna sig hjá Real Socidad. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég ætla bara fara þarna á undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50