Handbolti

Dagur kveður Füchse Berlin | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur gerði frábæra hluti með Füchse Berlin á þeim sex árum sem hann var hjá félaginu.
Dagur gerði frábæra hluti með Füchse Berlin á þeim sex árum sem hann var hjá félaginu. vísir/getty
Dagur Sigurðsson stýrði Fücshe Berlin í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Flensburg í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta á föstudaginn. Dagur tekur nú alfarið við sem þjálfari þýska landsliðsins.

Í tilefni af þessum tímamótum var birt myndband á Facebook-síðu Füchse Berlin, Degi til heiðurs, en það má sjá hér að neðan.

Dagur, sem var á sínum tíma fyrirliði íslenska landsliðsins, tók við Füchse Berlin sumarið 2009 og gerði frábæra hluti með liðið á þessum sex árum.

Undir hans stjórn lentu Berlínarrefirnir tvívegis í 3. sæti þýsku deildarinnar, einu sinni í því fjórða, einu sinni í fimmta auk þess sem liðið varð þýskur bikarmeistari 2014 og vann EHF-bikarinn í ár.

Füchse Berlin endaði í 7. sæti þýsku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili en liðið hefur ekki endað svo neðarlega síðan á fyrsta tímabili Dags þegar Refirnir urðu að gera sér 9. sætið að góðu.

Ein kleines "Best of Dagur Sigurdsson" - Danke Dagur und alles Gute!

Posted by Füchse Berlin on Monday, June 8, 2015

Tengdar fréttir

Aron kvaddi Kiel með meistaratitli | Myndir

Aron Pálmarsson lék sinn síðasta leik með Kiel þegar liðið vann öruggan fjögurra marka sigur, 33-29, á Lemgo á heimavelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×