Handbolti

HM-sætið fjarlægur draumur hjá stelpunum

Stelpurnar eru í erfiðum málum.
Stelpurnar eru í erfiðum málum. vísir/ernir
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik er í erfiðum málum í umspili um laust sæti á HM.

Liðið tapaði í kvöld, 28-19, í Svartfjallalandi í fyrri leik liðanna í umspilinu. Jafnt var í hálfleik, 12-12.

Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og náði sex marka forskoti í fyrri hálfleii, 4-10. Þær náðu ekki að hanga á forskotinu því Svartfellingar jöfnuðu fyrir hlé.

Heimamenn sýndu styrk sinn í síðari hálfleik og juku jafnt og þétt við forskotið. Á endanum varð munurinn níu mörk og það verður afar erfitt fyrir íslenska liðið að vinna þann mun upp um næstu helgi.

Ramune Pekarskyte var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×