Erlent

ISIS nota vatn sem vopn

Samúel Karl Ólason skrifar
"Notkun vatns sem vopn verður að fordæma.“
"Notkun vatns sem vopn verður að fordæma.“ Vísir/EPA
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa dregið úr eða lokað fyrir flæði vatns til bæja í Anbar héraði sem stjórnvöld Írak ráða yfir. ISIS hertóku Ramadi, höfuðborg héraðsins, í síðasta mánuði og Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir 497 milljónum dala, um 65 milljarðar króna, til að sjá flóttafólki úr borginni og héraði öllu fyrir mat, skjóli og öðrum nauðsynjum.

Minna flæði vatns í gegnum stíflu á Efrat ánni sem ISIS stjórna gæti ógnað uppskerum og vatnshreinsistöðvum á svæðinu samkvæmt AP fréttaveitunni.

„Notkun vatns sem vopn verður að fordæma,“ segir Stephane Dujarric, talsmaður aðalritara Sameinuðu þjóðanna. „Þessar tilkynningar vekja mikinn ugg.“ Hann sagði að SÞ og aðrar hjálparstofnanir myndu reyna að koma vatni til þeirra sem búa nú við skort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×